Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2025 14:09 Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Vísir Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir. Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir. Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem gagnrýndi að hún hefði ekki fengið að hafa neitt um kistulagningu og greftrun móður sinnar að segja. Það hafi líka valdið sér ómældum sársauka að beðið var með útför móður hennar í þrjá mánuði, auk þess sem kistulagningin hafi farið fram í heimahúsi þvert gegn hennar vilja. Þegar hún hafi leitað til Biskupsstofu til að fá stuðning hafi svarið verið að miðað við lögin þá virtist við fyrstu sýn ekkert standa þar um hve lengi má geyma lík. Þá virtist eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Svar biskups til Margrétar Hugrúnar vegna málsins maí 2022. Margrét telur málið sýna að bæta þurfi löggjöf um hvað gerist milli andláts og greftrunar. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra var á sama máli fyrir rúmu ári en þá sagði hún í ræðu á þingi að það væri gat í lögunum frá því að dánarvottorð væri gefið út og þar til viðkomandi væri grafinn. Löggjafanum bæri að leita lausnar á því. Bæði maki og niðjar ráða útförinni Heimir Hannesson samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar segir lög kveða á um að maki og niðjar ákveði útför hafi hinn látni ekki sett fram óskir fyrir andlát sitt. „Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu kemur skýrt fram í 1. kafla 2. grein að maki og niðjar ráði útför sé ekki vitað um vilja hins látna. Í örfáum tilvikum geta þessir einstaklingar ekki komið sér saman um hlutina og þá er það prestanna að reyna að ná sáttum. Í langflestum tilvikum tekst það. Ef það tekst ekki þá er gengið mjög langt í það að reyna að koma á móts við óskir beggja til dæmis með því að hafa tvær kistulagningarathafnir,tvær minningarathafnir og jafnvel tvær útfarir,“ segir Heimir. Hann segir að lögin séu komin til ára sinna. Mætti skýra betur hver ræður „Fjölskyldumynstur þjóðarinnar eru mun flóknari en þau voru árið 1993 þegar lögin voru samin. Þannig að það er alveg sjálfsagt mál að yfirfara þau með gagnrýnum augum. Það má alveg spyrja sig hvort skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu. Ég held að prestastéttin væri afar ánægð með að hafa skýrari ramma um þessi mál,“ segir Heimir.
Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira