„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 22:01 Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls. vísir/vilhelm Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir frá því í desember án árangurs. Vegna þessa hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, segir mikinn samhug vera meðal félagsmanna um næstu skref en undirbúningur að atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir. „Ég á von á því að það verði borin upp tillaga þess efnis, seinni part í vikunni. Sá hópur sem við höfum þegar heyrt í er mjög jákvæður fyrir því að ýta málinu áfram með aðgerðum.“ „Fullreynt án aðgerða“ Hún telur líklegt að niðurstaða um verkfall muni liggja fyrir innan næstu tveggja vikna. Hún segir þolinmæðina vera af skornum skammti. „Það er bara komin sú staða að það virðist vera fullreynt án aðgerða því miður. Það er mjög miður að við séum komin á þennan stað já. Ég sá það aldrei fyrir mér að þetta myndi verða svona þungt. Þetta er auðvitað mjög miður að vera komin í þessa stöðu.“ Vongóð um að samningar náist Stéttarfélögin hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum Alcoa en málinu var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Hjördís segir enn nokkuð langt á milli aðila. „Það hefur svo sem ýmsu verið kastað á milli aðila á þessum tíma. Síðasta tilboð var ekki þannig úr garði gert að samninganefndin hefði áhuga fyrir að semja á þeim nótum nei, það er bara þannig.“ Sex mánaða fyrirvari er áður en aðgerðir geta hafist samkvæmt samningi Alcoa. Hjördís kveðst vongóð um að semja áður en verkfall skellur á af fullum þunga. „Það er þessi fyrirvari sem eru sex mánuðir og síðan í framhaldi af því þá fyrst fer niðurkeyrslan að byrja og hún tekur allt að þremur mánuðum. Þetta er níu mánaða ferli. Það er nægur tími til að semja á þeim tíma en það hefur lítið gengið á síðustu, hvað eigum við að segja, níu mánuðum. Það stendur ekki á okkur og við höfum auðvitað væntingar til að ná samningum sem fyrst.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fjarðabyggð Stéttarfélög Stóriðja Áliðnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira