Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. september 2025 08:00 Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Fyrir farsímabann voru börnin allt of mikið bundin við síma sína í frímínútum. Þegar síminn er stöðugt við höndina getur verið erfitt að einbeita sér að raunverulegum samskiptum og náminu. Athyglin er nánast öll á símanum og erfitt að einbeita sér að náminu. Rétt eins og fullorðnir eru margir unglingar mjög háðir símum sínum. Farsíminn er reynist oft lang mikilvægasti hluturinn í þeirra eigu, að sögn barnanna sjálfra. Þeim finnst erfitt að hugsa til þess að vera lengi án símans. Þetta á ekki aðeins við um börn og ungt fólk. Sama gildir um fjölmargt fullorðið fólk. Staðreyndin er að síminn er orðinn ómissandi tæki í daglegu lífi okkar og er allt að því gróinn við lófa margra okkar. Það breytir þó ekki því að við erum upp til hópa uggandi yfir mikilli skjánotkun barna. Á meðan þau eru í skólanum viljum við að þau sinni náminu með óskertri athygli. Flokkur fólksins fyrstur Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir símabanni í skólum og var sennilega fyrsti stjórnarmálaflokkurinn til ræða slíkt bann tæpitungulaust, sannarlega ekki við mikinn fögnuð allra. Ég ávarpaði málið sem borgarfulltrúi Flokks fólksins strax árið 2018 og skrifaði m.a. greinina Skjátími, kvíði og hættur á Netinuí janúar 2018 og Símalaus skóli í febrúar 2019, báðar birtar á Vísi. Þekking og reynsla á áhrifum of mikils skjátíma hefur aukist. Flestir eru nú sammála um að taka skrefið til fulls og banna síma í grunnskólum landsins. Þetta hafa fleiri þjóðir og samfélög gert með góðum árangri, oftast í góðri sátt og samvinnu við foreldra og börnin. Skólinn á að vera vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín í milli án truflana frá símtækjum. Það er vissulega aldrei gaman að leggja til boð og bönn. Þess vegna er gleðilegt að sjá hvað börnin sjálf eru ánægð með þessa ákvörðun þar sem símabann hefur þegar tekið gildi. Tökum málið alla leið Mennta- og barnamálaráðherra mun á komandi þingvetri leggja fram frumvarp sem samræma á reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins. Það er nauðsynlegt að styrkja reglugerðarheimildir um notkun snjalltækja til þess að öll börn sitji við sama borð í þessum efnum. Engar samræmdar reglur eru til um símanotkun í skólum á landsvísu og reglur því mismunandi milli skóla. Í rauninni er þetta ekki flókið mál þótt deila megi um útfærslur. Farsímar eiga einfaldlega ekki heima í kennslustund. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun