Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 23:02 James Oxley er yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Hann er yfir stjórnstöð æfingarinnar. Vísir/Ívar Fannar Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“ NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“
NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent