Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 11:52 Árborg falaðist eftir landi á mörkum sveitarfélagsins og Flóahrepps austan við Selfoss en þeirri ósk var hafnað. Vísir/Vilhelm Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar. Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar.
Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira