„Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. september 2025 19:50 Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur UMFN Njarðvíkingar leiða einvígi sitt gegn Keflvíkingum með tveimur mörkum gegn einu í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni um laust sæti í Bestu deild karla. „Alltaf gott og erfitt að koma til Keflavíkur og ná einhverju út úr því, hvað þá vinna“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Njarðvíkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og voru því snemma komnir í þægilega stöðu í leiknum. „Mér fannst við gera virkilega vel og vorum eiginlega óheppnir að bæta ekki við ef ég á að segja alveg eins og er. Við fengum tækifæri þar sem það munaði nokkrum sentimetrum uppá að menn væru komnir í gegn og fleirra“ „Mér fannst það sem við lögðum upp með í leiknum ganga bara fullkomnlega upp í fyrri hálfleik og bara virkilega stoltur af strákunum“ Það var ekki alveg sami kraftur í gestunum í seinni hálfleik. „Svo kemur seinni hálfleikur og ég skil ekki afhverju en þeir eru helvíti góðir þarna á vedur.is eða eitthvað að átta sig á því að það er allt í einu komið brjálað rok á annað markið í seinni hálfleik svo þeir fengu svona smá 'momentum' með sér og við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum ofar á völlinn“ „Það kemur smá rót á þetta og þeir ná markinu í því augnabliki en ég er samt mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn og gerðum þetta bara virkilega vel. Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma og við gerðum það bara og ég er mjög stoltur af strákunum“ Njarðvíkingar verða á Oumar Diocuk í seinni leik liðana en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. „Við erum með góðan hóp. Við erum búnir að vera virkilega góðir allt tímabilið finnst mér og auðvitað er nátturlega vont fyrir okkur að missa okkar hættulegasta mann. Oumar Diouck er nátturlega búin að vera stórkostlegur á þessu móti finnst mér og mér finnst hann búin að vera besti leikmaðurinn í þessu móti yfir heildina“ „Auðvitað verður erfitt að missa hann fyrir þennan leik en það kemur bara maður í manns stað og við vitum alveg hvað við þurfum þá að gera og við förum bara vel yfir það núna á næstu dögum fyrir leik á sunnudaginn og við verðum klárir“ Það var einstaklega vel mætt í stúkunni í kvöld og stuðningurinn skiptir miklu máli að mati Gunnars Heiðars. „Þetta var frábært, virkilega. Þau komu líka hérna á Ljósanótt og studdu okkur áfram og þetta er akkúrat það sem við þurfum og sérstaklega núna á þessum tímapunkti þar sem menn eru orðnir rosalega þreyttir að þá er þessi gamli góði tólfti maður“ „Þessi stuðningur úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli því að það er auðveldara fyrir leikmenn að hlaupa þennan extra metra eða gera þetta extra þegar þú finnur fyrir þessum stuðningi í stúkunni sem ýtir þér áfram í að gera þetta“ UMF Njarðvík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
„Alltaf gott og erfitt að koma til Keflavíkur og ná einhverju út úr því, hvað þá vinna“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Njarðvíkingar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og voru því snemma komnir í þægilega stöðu í leiknum. „Mér fannst við gera virkilega vel og vorum eiginlega óheppnir að bæta ekki við ef ég á að segja alveg eins og er. Við fengum tækifæri þar sem það munaði nokkrum sentimetrum uppá að menn væru komnir í gegn og fleirra“ „Mér fannst það sem við lögðum upp með í leiknum ganga bara fullkomnlega upp í fyrri hálfleik og bara virkilega stoltur af strákunum“ Það var ekki alveg sami kraftur í gestunum í seinni hálfleik. „Svo kemur seinni hálfleikur og ég skil ekki afhverju en þeir eru helvíti góðir þarna á vedur.is eða eitthvað að átta sig á því að það er allt í einu komið brjálað rok á annað markið í seinni hálfleik svo þeir fengu svona smá 'momentum' með sér og við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum ofar á völlinn“ „Það kemur smá rót á þetta og þeir ná markinu í því augnabliki en ég er samt mjög ánægður með það hvernig við klárum leikinn og gerðum þetta bara virkilega vel. Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma og við gerðum það bara og ég er mjög stoltur af strákunum“ Njarðvíkingar verða á Oumar Diocuk í seinni leik liðana en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. „Við erum með góðan hóp. Við erum búnir að vera virkilega góðir allt tímabilið finnst mér og auðvitað er nátturlega vont fyrir okkur að missa okkar hættulegasta mann. Oumar Diouck er nátturlega búin að vera stórkostlegur á þessu móti finnst mér og mér finnst hann búin að vera besti leikmaðurinn í þessu móti yfir heildina“ „Auðvitað verður erfitt að missa hann fyrir þennan leik en það kemur bara maður í manns stað og við vitum alveg hvað við þurfum þá að gera og við förum bara vel yfir það núna á næstu dögum fyrir leik á sunnudaginn og við verðum klárir“ Það var einstaklega vel mætt í stúkunni í kvöld og stuðningurinn skiptir miklu máli að mati Gunnars Heiðars. „Þetta var frábært, virkilega. Þau komu líka hérna á Ljósanótt og studdu okkur áfram og þetta er akkúrat það sem við þurfum og sérstaklega núna á þessum tímapunkti þar sem menn eru orðnir rosalega þreyttir að þá er þessi gamli góði tólfti maður“ „Þessi stuðningur úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli því að það er auðveldara fyrir leikmenn að hlaupa þennan extra metra eða gera þetta extra þegar þú finnur fyrir þessum stuðningi í stúkunni sem ýtir þér áfram í að gera þetta“
UMF Njarðvík Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira