Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar 20. september 2025 20:30 Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun