Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2025 07:31 „Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Besta leiðin til að læra tungumál er að fá að nota það.“ Verkefnið, Gefum íslensku séns minnir okkur á mikilvægi þess að tala íslensku við alla, líka þá sem eru nýkomnir til landsins. Margir Íslendingar skipta ósjálfrátt yfir í ensku, jafnvel áður en þeir vita hversu vel viðkomandi skilur eða talar íslensku. Það er vel meint, en getur í raun staðið í vegi fyrir því að fólk læri tungumálið og taki virkan þátt í samfélaginu. Ábyrgð íslenskra málhafa - Við erum öll almennakennarar Við, sem móðurmálsnotendur, berum ábyrgð á að skapa umhverfi þar sem íslenska er sjálfsagður samskiptamáti. Það krefst stundum þolinmæði og æfingar, en ávinningurinn er tvíþættur: nýir íbúar öðlast öryggi og máltaka tungumálsins styrkist. Almannakennari vísar í að það sé á okkar ábyrgð að inngilda nýbúa af erlendu bergi brotið í samfélagið. Þannig verða þau þátttakendur og samfélagslegur ábati vex. Hreimur er heimur Við þurfum líka að þjálfa okkur í að hlusta á ólíka íslensku. Tungumálið verður ríkara með mismunandi blæbrigðum og hreim. Með því að sýna jákvætt viðhorf til fjölbreyttrar íslensku styrkjum við bæði sjálfstraust þeirra sem eru að læra og auðveldum sveigjanleika í samskiptum. Samfélagsleg ábyrgð Að tala íslensku við alla er ekki aðeins menningarlegt val heldur samfélagsleg skuldbinding. Það er á okkar ábyrgð að viðhalda íslenskunni og á meðan íslenskan er opinbert mál hér á landi er það á ábyrgð samfélagsins alls að bjóða hana fram, þannig lærist málið. Rannsóknir sýna að fólk er líklegast til að læra tungumálið ef það fær að nota það í daglegu amstri, úti í búð, í grillveislum og samtali. Með því tryggjum við að íslenska haldi áfram að vera lifandi, notað og aðgengilegt tungumál fyrir alla sem vilja búa hér. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar