Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 16:13 Lundinn er friðaður samkvæmt lögum en undantekningar til veiða eru á ákveðnum tímum og á svæðum þar sem eggja- eða ungataka lunda telst til hefðbundinna hlunninda. Vísir/Vilhelm Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lundaeggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar. „Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn. Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
„Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn.
Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira