Austurstræti orðið að göngugötu Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 12:19 Þessa götu mega aðeins útvaldir aka héðan í frá. Vísir/Vilhelm Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira