Erlent

Ekki hægt að stað­festa drónaflug við Álaborgarflugvöll

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flugvellinum í Álaborg hefur nú verið lokað tvívegið með skömmu millibili af ótta við dróna. 
Flugvellinum í Álaborg hefur nú verið lokað tvívegið með skömmu millibili af ótta við dróna.  EPA/BO AMSTRUP DENMARK OUT

Álaborgarflugvelli var lokað í annað sinn á rúmum sólahring í nótt þegar lögreglumenn töldu sig sjá dróna á flugi við völlinn. Lokunin varði þó aðeins í um klukkustund og nú segir lögregla ekki ljóst hvort um dróna hafi vera ræða í raun og veru.

Ef um dróna var að ræða er þetta í þriðja sinn sem slík tæki valda usla í Danaveldi í vikunni. Stjórnvöld þar í landi líta málið afar alvarlegum augum og Mette Frederikssen forsætisráðherra sagði við Danska ríkisútvarpið að Danir stæðu nú í fjölþátta stríði.

Enn er þó ekki ljóst hver óvinurinn er, en böndin beinast að Rússum. Frederikssen forsætisráðherra benti enda á það í viðtalinu að Danir eigi sér aðeins einn erkióvin nú um stundir, sem séu Rússar.


Tengdar fréttir

Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs

Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun.

Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland

Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu.

Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“

Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×