Innlent

Bein út­sending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alma Dagbjört Möller býður til þingsins ásamt Loga Einarssyni samráðherra úr Samfylkingunni.
Alma Dagbjört Möller býður til þingsins ásamt Loga Einarssyni samráðherra úr Samfylkingunni. vísir/anton brink

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra boða sameiginlega til nýsköpunarráðstefnu um heilbrigðistæknilausnir og -þjónustu á grundvelli þeirra í Grósku í dag. Beint streymi verður frá ráðstefnunni á Vísi.

Ráðstefnan hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 16.

„Markmiðið er að leiða saman haghafa til samtals um tækifærin sem felast í nýsköpun og nýjum lausnum í opinberri heilbrigðisþjónustu til að efla heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Fjallað verður um stöðuna eins og hún er í dag, um hönnun lausna til að mæta raunverulegum áskorunum, um innleiðingu þeirra, sjónarhorn sjúklinga o.fl. Einnig verður reynt að varpa ljósi á hvernig skýra megi lagaumgjörð og verkferla við innleiðingu stafrænnar tækni og gervigreindar í heilbrigðisþjónustu,“ segir í kynningu fyrir ráðstefnuna.

Streymi má sjá að neðan og dagskrána á mynd neðst í fréttinni.

Dagskrá ráðstefnunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×