Innlent

Reyna að bjarga starf­seminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um fall Play og eftirmála þess.

Skuldabréfaeigendur félagsins keppast nú við að bjarga dóttirfélaginu á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Sú staða er þó sögð mjög flókin. 

Þá segjum við frá því að útlit sé fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. 

Að verður rætt við tónlistar- og baráttukonuna Möggu Stínu sem í gær lagði úr höfn á Ítalíu og stefnir ásamt fleira fólki að Gasa-ströndinni. 

Í sportinu fjöllum við svo um brösóttan endasprett Blikakvenna að Íslandsmeistaratitlinum en liðinu mistókst aftur að tryggja sér hann í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×