Veður

Gular við­varanir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi klukkan tvö í nótt og eru í gildi fram á annað kvöld.
Viðvaranirnar taka gildi klukkan tvö í nótt og eru í gildi fram á annað kvöld. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðanvestanstorms eða roks.

Viðvaranirnar taka gildi klukkan tvö í nótt og eru í gildi fram á annað kvöld.

Fram kemur að spáð er norðvestan 18 til 25 metrum á sekúndu, með staðbundnum vindhviðum að 35 til 45 metrum á sekúndu. Hvassast verður á Suðurfjörðunum og svo austan Öræfa.

Mjög varasöm akstursskilyrði, einkum á ökutækjum sem taka á sig vind. Tryggja þarf lausamuni utandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×