Íslenski boltinn

Þor­lákur verður á­fram með Eyja­menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, hefur gert flotta hluti í sumar.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, hefur gert flotta hluti í sumar. Vísir/Diego

Þorlákur Árnason hefur framlengt samning sinn sem þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Eyjamenn segja frá þessu á miðlum sínum.

Eyjamenn gulltryggðu sætið sitt í deildinni á dögunum með stórsigri á Ísafirði og eru í keppni við KA um Forsetabikarinn í neðri hlutanum.

ÍBV var nýliði í deildinni í sumar og flestir spáðu liðinu falli fyrir tímabilið.

Þorlákur gerði flotta hluti með Eyjaliðið þrátt fyrir hrakspár og liðið lenti í talsverðum meiðslum í sumar.

Undir hans stjórn hefur ÍBV haldið sæti sínu í deildinni í fyrsta skipti síðan 2022.

ÍBV er með 33 stig og 30 mörk í 25 leikjum í Bestu deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×