Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar 7. október 2025 15:01 Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Reykjavík Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun