Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2025 19:37 Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur leitað að börnum í ellefu ár. Það hefur aldrei verið eins mikið að gera. Hann er reiður og vill að ráðamenn opni augun. Vísir Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni
Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira