Innlent

Nær­liggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ásbrú í Reykjanesibæ.
Ásbrú í Reykjanesibæ.

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettatröð á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er húsið um það bil 900 fm að stærð og hýsir Köfunarþjónustu Sigurðar.

Allt tiltækt lið var kallað út og búið er að ná tökum á eldinum. Lögregla mun rannsaka eldsupptök þegar búið er að tryggja að enginn eldur sé eftir í byggingunni.

Nærliggjandi hús var rýmt til vonar og vara en enginn var í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×