Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 16. október 2025 07:02 Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Eins og margir aðrir foreldrar í Reykjavík hef ég upplifað bið eftir leikskólaplássi, óvissu um hvar börnin mín fá að vera og áhyggjur af húsnæði skólans sem þau sækja daglega. Í mínu hverfi, Laugardalnum, og víða annars staðar í borginni, hafa foreldrar til dæmis rætt um raka og myglu í skólahúsnæði. Þetta eru ekki bara sögur, þetta eru raunveruleg vandamál sem hafa komið upp víða í Reykjavík. Samkvæmt fréttum hefur mygla fundist í tugum leik- og grunnskóla á undanförnum árum, og í sumum tilfellum hefur þurft að loka húsnæði eða flytja kennslu. Þannig er staðan í mínu hverfi og það býr til enn eitt flækjustigið í hversdeginum. Kerfi sem er sífellt að reyna að ná andanum Þetta eru aðstæður sem hafa áhrif á líðan barna, starfsfólk og foreldra. Enginn vill senda barnið sitt í skóla þar sem lyktin af myglu fylgir manni heim í fatnaðinum. Við viljum að börnin okkar læri í hreinu og öruggu umhverfi, þar sem þau geta einbeitt sér að því sem skiptir máli: að læra, leika og þroskast. Að sama skapi vill ekkert foreldri láta rífa barnið sitt úr því umhverfi sem það þekkir og finnur fyrir öryggi í. Samhliða þessu eru leikskólaplássin sjálf stundum af skornum skammti. Margir foreldrar hafa þurft að bíða lengi eftir plássi fyrir börnin sín, og þó að borgin hafi unnið að því að bæta stöðuna, þá finnst manni samt sem áður eins og kerfið sé sífellt að reyna að ná andanum. Þegar fjölskyldur þurfa að skipuleggja vinnu og daglegt líf út frá óvissu um leikskólapláss, eða hvert barnið þurfi að sækja grunnskóla, þá er eitthvað ekki í lagi. Einblínum á að leysa mál Oft finnst mér umræðan um þessi mál hverfast um það sem ekki sé hægt að gera. Um ómöguleikann í stað þess sem hægt er að gera. Þetta er nefnilega ekki flókið mál þegar allt er talið til. Börn þurfa heilbrigt húsnæði, faglega kennslu og örugga vistun. Foreldrar þurfa að geta treyst því að leik- og grunnskólar borgarinnar séu í lagi, að starfsfólkið sé ánægt, að loftræsting virki, að viðhald sé í forgangi og að upplýsingagjöf sé skýr. Við viljum vita ef vandamál koma upp og hvernig á að leysa þau, ekki bara þegar þau verða að stórfrétt í blöðunum. Í grunninn snýst þetta einfaldlega um ábyrgð og virðingu fyrir börnunum okkar. Reykjavík getur verið borg sem bregst hratt við þegar skemmdir koma upp, borg sem tryggir faglegt og gott starfsumhverfi fyrir fólkið sem vinnur í leik- og grunnskólunum, borg sem tryggir að húsnæði sé ekki bara til staðar heldur sé virkilega gott. Við byggjum ekki bara borg fyrir börnin okkar með samgöngum og skipulagsmálum í huga, heldur líka með góðum skólum. Þegar við sjáum til þess að þau hafi heilbrigt rými til að læra og þroskast, þá erum við að gera það sem skiptir raunverulega máli og þannig byggjum við betri borg til framtíðar. Höfundur er leikari.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun