Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2025 14:10 Halla Tómasdóttir forseti Íslands fundaði með Xi Jinping forseta Kína í heimsókn sinni til landsins í vikunni. Fréttastofa Xinhua Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“ Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“
Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira