Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Frá kvennaverkfalli á Arnarhóli 2023. Vísir/Vilhelm Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennaári. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó. Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Vísir verður með beint streymi frá Arnarhól eftir hádegi. „Við verðum með öfluga löggæslu í miðborginni. Það verður fjölmörgum götum lokað,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að Geirsgötu verða lokaðar fyrir allri umferð. Það verða þarna þungar lokanir, svokallaðar öryggislokanir, og við búumst bara við fjölmenni og verðum með öfluga og sýnilega löggæslu í kringum þennan viðburð,“ segir Árni. Kortið hér að neðan sýnir þær götur sem verða lokaðar fyrir bílaumferð, flestar á milli klukkan tíu og fimm í dag, en lokun hefur þegar tekið gildi í hluta Lækjargötu við Arnarhól þar sem verður lokað til klukkan níu í kvöld, en þar fer fram mikil dagskrá í tilefni dagsins. Svona verða götulokanir í miðborginni í dag. Áhrif á leiðir Strætó en venjulegt fargjald Götulokanir munu einnig hafa áhrif á akstursleiðir Strætó í miðbænum sem vara muni fram á kvöld. Samkvæmt tilkynningu á vef Strætó verður breyting á ákveðnum akstursleiðum og munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 14 aka um hjáleiðir. Kort af hjáleiðum má finna á vef Strætó. Tíðni ferða verður eins og venjulega á föstudegi og almennt fargjald gildir í Strætó. Bent er á að hægt er að borga um borð í vagninum stakt fullorðinsfargjald með snertilausum greiðslum, kaupa miða í Klappinu, nota Klapp tíu eða Klapp kort. Þá kunni að verða takmörkuð þjónusta í þjónustuveri Strætó vegna kvennaverkfallsins. Hrútafýla í löggunni í dag Aðspurður segir Árni, í góðlátlegu gríni, að það verði mögulega „hrútafýla“ í lögreglunni í dag þar sem mannauðssvið lögreglunnar hafi gert ráðstafanir vegna þátttöku kvenna og kvára sem þar starfa og vilja taka þátt í deginum. „Við gerum ráðstafanir til að allar konur og kvár sem starfa hjá lögreglunni geti komist á þennan viðburð, þær sem vilja,“ segir Árni. Undirbúningur vegna viðburðarins hafi staðið yfir í nokkurn tíma í samstarfi við aðstandendur Kvennafrís. „Við erum búin að sitja fundi með viðburðarhaldara og svo innan húss hjá okkur eru áætlanir um öryggis- og löggæslu í kringum þennan viðburð. Þetta er bara eins og lítil Menningarnótt,“ segir Árni, en skipuleggjendur og Reykjavíkurborg búast við að á milli sextíu til áttatíu þúsund manns leggi leið sína í bæinn. „Við óskum bara öllum konum til hamingju með þennan dag,“ segir Árni.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Strætó Umferð Lögreglan Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira