Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. október 2025 23:00 Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum á meðan bjór sé seldur á leikjum annarra félaga sem og á landsleikjum. Vísir/Samsett Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir engann bjór hafa verið seldann á leik Víkings og Vals í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Víkingar buðu til meistaraveislu á heimavelli sínum í dag þegar liðið tók á móti Val í lokaumferð Bestu-deildar karla. Víkingar höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og voru formlega krýndir Íslandsmeistarar í leikslok, eftir 2-0 sigur gegn Valsmönnum. Eins og gefur að skilja var mikil stemning í Víkinni í kvöld. Stuðningsfólk Víkings var mætt löngu fyrir leik til að tryggja sér góð sæti til að fylgjast með sínum mönnum lyfta Íslandsmeistaraskyldinum góða. Nú í kvöld var svo greint frá því hér á Vísi að lögreglan hafi þurft að skerast í leikinn og stöðva bjórsölu sem fram fór á leiknum. Dæmi eru um að sum íþróttafélög hafi selt áfengi án þess að hafa til þess viðeigandi leyfi og umræðan um áfengissölu á íþróttaviðburðum hefur mikið verið milli tannana á fólki í sumar. Bjórinn frír en frjáls framlög þegin Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir þó að enginn bjór hafi verið til sölu á leiknum. Hann segir þó að félagið hafi boðið upp á gefins bjór og að fólki hafi boðist að styrkja félagið með frjálsum framlögum. Hann, og aðrir innan Víkings, hafi talið að það væri í lagi. Hann staðfestir einnig að lögreglan hafi mætt og stöðvað „bjórsöluna“. „Já lögreglan mætti og stoppaði þetta. En ég get sagt þér að það var engin bjórsala. Við vorum að gefa bjór,“ sagði Heimir þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. „Við töldum að það væri í lagi og svo var hverjum kúnna boðið að styrkja félagið. Ætli það hafi ekki svona 70 prósent kúnna ákveðið að styrkja félagið, en fullt af fólki fékk þetta bara frítt,“ bætti heimir við. „Það var ekkert vesen. Það er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og við hættum um leið og lögreglan mætti og bað okkur um að hætta.“ Búast má við að fögnuður Víkinga vari eitthvað fram eftir nóttu.Vísir/Anton Brink Dökkur blettur á annars frábæran dag Eins og við var að búast hefur verið mikil hátíð hjá Víkingum í dag og í kvöld og búast má við því að fagnaðarlætin standi eitthvað fram eftir nóttu. Heimir segir þó að þetta atvik hafi sett dökkan blett á annars frábæran dag og bætir við að hann persónulega hafi verið ákærður fyrir bjórsöluna og sé nú með stöðu sakbornings. „Eins og ég segi þá er bara leiðinlegt hvernig þetta fór og leiðinlegt að vera ákærður. Nú er ég með stöðu sakbornings og þetta setti dökkan blett á annars frábæran dag.“ Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Að lokum segir Heimir að það skjóti skökku við að mörg önnur félög í Bestu-deildinni hafi fengið leyfi til að selja áfengi á heimaleikjum sínum. Hann segir önnur félög oft hafa fengið leyfi samdægurs og að það sé Reykjavíkurborg sem standi í vegi fyrir Víkingum, ekki lögreglan. „Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir okkur í þessu, ekki lögreglan. Ég veit um dæmi þar sem Stjarnan, Breiðablik, FH og fleiri félög hafi fengið leyfi samdægurs til að selja áfengi á sínum leikjum, en það hefur ekki verið staðan þegar kemur að okkur,“ sagði Heimir. „Við höfum alltaf sótt um þessi leyfi og reynt að gera þetta eftir réttum leiðum, en borgin vill ekki gefa okkur þetta leyfi. Mér finnst það skjóta skökku við að KSÍ fái leyfi til að selja áfengi á landsleikjum í Laugardalnum, en á sama tíma stendur Reykjavíkurborg í vegi fyrir okkur,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira