Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar 27. október 2025 09:31 Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Steinn Jóhannsson Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun