Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. október 2025 14:03 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri í september 2020. Þar áður var hún lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Greint var frá því í gær að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf í eigu Þórunnar Óðinsdóttur 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sinnti embættunum. 160 milljónir eru vegna vinnu fyrir Ríkislögreglustjóra síðustu fimm ár, eftir að Sigríður tók við embættinu 2020. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir voru skreppiferðir í verslanir Jysk og vegna uppsetningar á píluspjaldi. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki um eðlilega stjórnsýslu að ræða. „Það kostar um tuttugu milljónir að hafa opinbera starfsmenn í vinnu, þannig að kostnaðurinn við kaup á vinnu frá Þórunni lætur nærri að vera eins og eitt stöðugildi, þannig það virðist vera sem hún sé meira og minna í vinnu fyrir ríkislögreglustjóra.“ Ljóst sé að auglýsa hefði þurft stöðuna. Ríkislögreglustjóri hefur ekki gefið kost á viðtölum vegna málsins í dag. Í tilkynningu í gærkvöldi frá embættinu sagði að Þórunn hefði verið ráðin tímabundið í fullt starf. Var harmað að ekki hefði verið farið í útboð vegna verkefna Þórunnar, ekki hafi legið fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma. Haukur segir augljóst að fara hefði þurft í útboð. Fram hefur komið að eiginmaður Þórunnar sé Þórarinn Ingi Ólafsson stjórnarformaður Jysk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.Vísir „Það er til dæmis að þegar þú ert í viðskiptasambandi við aðila úti í bæ sem vinnur fyrir opinbera stofnun þá fer hann í rauninni með opinbert vald. Þannig að þessi kona Þórunn Óðinsdóttir fer með opinbert vald þegar hún er að kaupa inn og vinna fyrir ríkislögreglustjóra og það þýðir að hún getur ekki með góðu móti keypt vörur af manninum sínum eða fyrirtæki hans,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Greint var frá því í gær að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf í eigu Þórunnar Óðinsdóttur 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sinnti embættunum. 160 milljónir eru vegna vinnu fyrir Ríkislögreglustjóra síðustu fimm ár, eftir að Sigríður tók við embættinu 2020. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir voru skreppiferðir í verslanir Jysk og vegna uppsetningar á píluspjaldi. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki um eðlilega stjórnsýslu að ræða. „Það kostar um tuttugu milljónir að hafa opinbera starfsmenn í vinnu, þannig að kostnaðurinn við kaup á vinnu frá Þórunni lætur nærri að vera eins og eitt stöðugildi, þannig það virðist vera sem hún sé meira og minna í vinnu fyrir ríkislögreglustjóra.“ Ljóst sé að auglýsa hefði þurft stöðuna. Ríkislögreglustjóri hefur ekki gefið kost á viðtölum vegna málsins í dag. Í tilkynningu í gærkvöldi frá embættinu sagði að Þórunn hefði verið ráðin tímabundið í fullt starf. Var harmað að ekki hefði verið farið í útboð vegna verkefna Þórunnar, ekki hafi legið fyrir að verkefnin yrðu til lengri tíma. Haukur segir augljóst að fara hefði þurft í útboð. Fram hefur komið að eiginmaður Þórunnar sé Þórarinn Ingi Ólafsson stjórnarformaður Jysk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.Vísir „Það er til dæmis að þegar þú ert í viðskiptasambandi við aðila úti í bæ sem vinnur fyrir opinbera stofnun þá fer hann í rauninni með opinbert vald. Þannig að þessi kona Þórunn Óðinsdóttir fer með opinbert vald þegar hún er að kaupa inn og vinna fyrir ríkislögreglustjóra og það þýðir að hún getur ekki með góðu móti keypt vörur af manninum sínum eða fyrirtæki hans,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.
Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira