Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2025 19:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Greint var frá því í gær að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra alls 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnti embættunum. Umrædd ráðgjöf fólst meðal annars í búðarferð í Jysk og uppsetningu á píluspjaldi. Embættið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem kom fram að Þórunn Óðinsdóttir, eigandi Intra, hafi verið ráðin tímabundið í fullt starf. Það væri hagkvæmari ráðstöfun. Sigríður Björk gaf ekki kost á viðtali en síðan hún tók við embættinu árið 2020 hefur Þórunn tekið við greiðslum sem nema samtals um 160 milljónum sem gerir um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lítur málið alvarlegum augum. „Mér finnst eðlilegt að funda með ríkislögreglustjóra svo ég geti fengið skýringar á því hvernig þetta mál horfir við embættinu og hvaða gögn eru þarna undir.“ Intra stýrði til að mynda flutningum embættisins frá Skúlagötu í Skógarhlíð. Jysk hafi orðið fyrir valinu vegna hagkvæmra verða og sinnti Þórunn innkaupum en eiginmaður hennar er stjórnarformaður Jysk á Íslandi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra er harmað að verkefnið hafi ekki verið sett í útboð. „Ég meina það er af ástæðu að það eru settar reglur um umgjörð þessara mála. Við erum með nokkuð skýran ramma um útboð og við hvaða fjárhæð skal miða. Mér finnst það nú blasa við að þetta hefði mátt vinna betur hjá ríkislögreglustjóra en raun varð á.“ Of snemmt sé að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa. Hún ítrekar að reglurnar séu skýrar. „Þær þjóna auðvitað því markmiði að vel sé farið með fé almennings og varðveita þetta trúnaðarsamband þeirra sem sýsla með fjármuni ríkisins og almennings.“ Lögreglan Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Greint var frá því í gær að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra hafi greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra alls 190 milljónir króna á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnti embættunum. Umrædd ráðgjöf fólst meðal annars í búðarferð í Jysk og uppsetningu á píluspjaldi. Embættið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem kom fram að Þórunn Óðinsdóttir, eigandi Intra, hafi verið ráðin tímabundið í fullt starf. Það væri hagkvæmari ráðstöfun. Sigríður Björk gaf ekki kost á viðtali en síðan hún tók við embættinu árið 2020 hefur Þórunn tekið við greiðslum sem nema samtals um 160 milljónum sem gerir um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lítur málið alvarlegum augum. „Mér finnst eðlilegt að funda með ríkislögreglustjóra svo ég geti fengið skýringar á því hvernig þetta mál horfir við embættinu og hvaða gögn eru þarna undir.“ Intra stýrði til að mynda flutningum embættisins frá Skúlagötu í Skógarhlíð. Jysk hafi orðið fyrir valinu vegna hagkvæmra verða og sinnti Þórunn innkaupum en eiginmaður hennar er stjórnarformaður Jysk á Íslandi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra er harmað að verkefnið hafi ekki verið sett í útboð. „Ég meina það er af ástæðu að það eru settar reglur um umgjörð þessara mála. Við erum með nokkuð skýran ramma um útboð og við hvaða fjárhæð skal miða. Mér finnst það nú blasa við að þetta hefði mátt vinna betur hjá ríkislögreglustjóra en raun varð á.“ Of snemmt sé að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa. Hún ítrekar að reglurnar séu skýrar. „Þær þjóna auðvitað því markmiði að vel sé farið með fé almennings og varðveita þetta trúnaðarsamband þeirra sem sýsla með fjármuni ríkisins og almennings.“
Lögreglan Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira