Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 11:02 Innviðir eru mikið skemmdir á Jamaíku. AP/Matias Delacroix Sameinuðu þjóðirnar segja að fellibylurinn Melissa hafi valdið fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíku og hafa kallað eftir aðstoð handa eyríkinu. Fellibylurinn, sem þykir einn þeirra öflugustu á Karíbahafinu í mannaminnum, lék íbúa á Kúbú og Haítí einnig grátt. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir vegna óveðursins en líklegt þykir að talan muni hækka og það töluvert á komandi dögum og vikum. Margra er saknað og mörg samfélög eru enn einangruð vegna innviðaskemmda og skriða. AP fréttaveitan segir íbúa á Jamaíku vera slegna. Fjölmargir standi nú frammi fyrir því að vera heimilislausir, þar sem heimili þeirra hafi annaðhvort skemmst verulega eða hreinlega hrunið. Embættismenn segja að í einum bæ í suðvesturhluta Jamaíku, þar sem Melissa gekk á land, hafi nánast öll þök rifnað af húsum. Þökin séu enn á um tíu prósentum húsa í bænum. „Eyðileggingin er gríðarleg,“ hefur fréttaveitan eftir Daryl Vaz, samgönguráðherra. Alþjóðleg aðstoð er byrjuð að berast til Karíbahafsins í formi neyðarbirgða, nauðsynja og björgunarteyma. Gervihnattamyndir af þorpinu White House á Jamaíku. Þær sýna þorpið fyrir og eftir að Melissa gekk þar yfir.AP/Vantor Melissa gekk á land á Jamaíku á þriðjudaginn sem fimmta stigs fellibylur. Meðal vindhraði mældist þá um 82 metrar á sekúndu og var Melissa þá skráð í annað sæti (ásamt fjórum öðrum) yfir öflugustu fellibylji Karíbahafsins frá því mælingar hófust árið 1851, samkvæmt frétt CNN. Fellibylurinn var kominn niður í þriðja stig þegar hann náði landi á Kúbu. Síðan skall fellibylurinn á Bahamaeyjum. Þá var hann á fyrsta stigi og hafði misst töluverðan kraft. Melissa olli miklum flóðum á Haítí, þar sem vitað er að 25 séu látnir. Að minnsta kosti átján er saknað. Ekki er vitað til þess að einhver hafi dáið á Kúbu en Melissa olli töluverðum skemmdum þar. Í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum segir yfirmaður hjálparstarfs á svæðinu að skemmdirnar á Jamaíku séu fordæmalausar. Það muni taka marga mánuði og mikla peninga að koma hlutunum í fyrra horf. „Ég held að það sé ekki ein sál á þessari eyju sem fékk ekki að kenna á því vegna Melissu,“ sagði Dennis Zulu. Illa farin kirkja á Jamaíku.AP/Matias Delacroix
Jamaíka Kúba Haítí Bahamaeyjar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55 Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20 Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hið minnsta fjórir eru látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí vegna flóða af völdum fellibylsinss Melissu. Þetta staðfesta yfirvöld í báðum löndum. 29. október 2025 22:55
Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851. 28. október 2025 22:20
Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. 28. október 2025 09:42