Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar 1. nóvember 2025 07:00 Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Bókaútgáfa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun