Veður

Léttir til suð­vestan­lands

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Spáin klukkan 12 í dag.
Spáin klukkan 12 í dag. Veðurstofan

Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands.

Hiti verður tvö til tíu stig, hlýjast sunnantil, en útlit er fyrir svalara veður á morgun.

„Víðáttumikil lægð er stödd suður af landinu sem hreyfist lítið og grynnkar smám saman. Í dag er því útlit fyrir minnkandi norðaustlæga átt, gola eða kaldi síðdegis, en áfram norðaustan hvassviðri eða stormur norðvestantil fyrripart dags. Víða rigning með köflum, en bjartviðri á Suðvesturlandi. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst,“ segir í hugleiðingum Veðurfræðings.

„Hæg norðaustlæg eða breytileg átt á morgun, en allhvasst á Vestfjörðum. Dálítil rigning eða slydda fyrir norðan, en lengst af bjart sunnan heiða. Hiti 0 til 7 stig.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8 m/s, en norðaustan 8-15 á Vestfjörðum og á annesjum norðvestanlands. Rigning eða slydda fyrir norðan og snjókoma til fjalla, en stöku skúrir sunnan heiða. HIti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á mánudag:

Norðaustan 8-15, en hægari norðaustantil. Slydduél á Vestfjörðum, annars úrkomulítið. Fer að rigna sunnan- og austanlands síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Norðaustan 5-13 og víða rigning með köflum, en slydda inn til landsins. Léttir til um landið suðvestanvert seinnipartinn. Hiti 1 til 7 stig.

Á miðvikudag:

Austan og norðaustan 5-13 og skúrir, en slydduél fyrir norðan. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

Austan- og norðaustanátt og víða væta af og til. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Útlit fyrir norðaustlæga átt og vætu, einkum við ströndina. Hiti 0 til 6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×