Álftin fæli bændur frá kornrækt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2025 12:31 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt. Þetta er í fjórða sinn sem sama tillagan er lögð fram en það eru þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins sem standa að henni. Vilja þeir að umhverfisráðherra útbúi tillögur um að veiða megi álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum frá 15. mars til 20. ágúst. Veiðar á álft á kornökrum verði svo leyfilegar ögn lengur, til 1. október. Í tillögunni kemur fram að ágangur fuglanna valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Sigurður Ingi Jóhannsson, einn flutningsmanna og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segir stofnana hafa stækkað gríðarlega á síðustu árum, þá sérstaklega álftarstofninn. „Hún er líka farin að hafa vetrarsetu í meira mæli og þar af leiðandi komin á túnin, nýræktir, mjög snemma á vorin. Hún étur þá grasið upp með rótum og rýrir þar með túnin. En auðvitað koma líka stórar hjarðir af grágæs og helsingja,“ segir Sigurður Ingi. Álftin hefur verið friðuð frá árinu 1913 og telur stofninn um 34 þúsund fugla í dag. Ég myndi gera ráð fyrir því að þetta gæti orðið tilfinningamál fyrir einhverja. Álftin er elskaður fugl. Óttastu að fólk verði ósátt með þetta? „Einhverjir sjá fyrir sér Dimmalimm og þetta er auðvitað tignarlegur fugl. En á móti hefur hann fjölgað sér alveg gríðarlega frá því hann var friðaður. Ég held það sé kominn tími á að horfast í augu við þann raunveruleika að tjón af þessu er meðal annars þess valdandi að menn veigra sér við að fara í stórfellda kornrækt,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Fuglar Alþingi Dýr Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem sama tillagan er lögð fram en það eru þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins sem standa að henni. Vilja þeir að umhverfisráðherra útbúi tillögur um að veiða megi álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum frá 15. mars til 20. ágúst. Veiðar á álft á kornökrum verði svo leyfilegar ögn lengur, til 1. október. Í tillögunni kemur fram að ágangur fuglanna valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Sigurður Ingi Jóhannsson, einn flutningsmanna og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segir stofnana hafa stækkað gríðarlega á síðustu árum, þá sérstaklega álftarstofninn. „Hún er líka farin að hafa vetrarsetu í meira mæli og þar af leiðandi komin á túnin, nýræktir, mjög snemma á vorin. Hún étur þá grasið upp með rótum og rýrir þar með túnin. En auðvitað koma líka stórar hjarðir af grágæs og helsingja,“ segir Sigurður Ingi. Álftin hefur verið friðuð frá árinu 1913 og telur stofninn um 34 þúsund fugla í dag. Ég myndi gera ráð fyrir því að þetta gæti orðið tilfinningamál fyrir einhverja. Álftin er elskaður fugl. Óttastu að fólk verði ósátt með þetta? „Einhverjir sjá fyrir sér Dimmalimm og þetta er auðvitað tignarlegur fugl. En á móti hefur hann fjölgað sér alveg gríðarlega frá því hann var friðaður. Ég held það sé kominn tími á að horfast í augu við þann raunveruleika að tjón af þessu er meðal annars þess valdandi að menn veigra sér við að fara í stórfellda kornrækt,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Fuglar Alþingi Dýr Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira