Brosið fer ekki af Hrunamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2025 19:37 Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni (t.v.) og Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar. Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin, sem hefur fengið nafnið Heilsugæsla uppsveita er til húsa í nýrri húsaröð rétt hjá félagsheimilinu. Starfsemin hófst með opnu húsi í vikunni þar sem íbúar fengu að skoða herlegheitin og þiggja veitingar. Á nýju ári mun Apótek Suðurlands svo opna apótek við hliðina á nýju stöðinni. Heilsugæsla uppsveita er í nýju 400 fermetra húsnæði á Flúðum þar sem 11 starfsmenn vinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara fín heilsugæslustöð. Hún þjónar öllum uppsveitunum og við ætlum bara að leggja okkur fram að veita, sem besta þjónustu eins og við höfum gert,“ segir Jóhanna Valgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri á nýju heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin var í Laugarási í Bláskógabyggð en þar hefur nú verið skellt í lás og stöðin komin í Hrunamannahrepp. „Þetta breytir því að nú erum við komin með þjónustuna nær annarri þjónustu. Við erum að fara að fá apótek hérna við hliðina á heilsugæslunni, þetta breytir svona samfellunni í þeirri þjónustu, sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ellefu starfsmenn vinna á nýju stöðinni, þar af þrír fastráðnir læknar en skjólstæðingar stöðvarinnar eru um þrjú þúsund plús allir ferðamennirnir, sem eru í uppsveitunum á hverjum tíma. „Ég held aðallega að þetta breyti því að starfsfólkið hlýtur að vera ánægðara í nýju og flottu húsnæði með þeim nútíma kröfum, sem að við viljum hafa en ekki síður að apótekið er að opna hérna við hlið heilsugæslunnar, sem skiptir gríðarlega máli upp á þjónustustig fyrir íbúa,“ segir Jón Bjarnason oddviti, Hrunamannahrepps. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna mætti með dóttur sína í opna húsið (t.v.) en hér er hann að spjalla við Jón oddvita Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst íbúum á svæðinu um nýju heilsugæslustöðina? „Mér líst bara ljómandi vel á hana. Þetta mun breyta því að það verður apótek hérna, það er það, sem gerir alveg gæfumuninn,“ segir Rúnar Bjarnason, íbúi á Húsatóftum 1a í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Rúnar Bjarnason íbúi á Húsatóftum 1a , sem er alsæll með nýju heilsugæslustöðina enda fer brosið varla af honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara frábært að fá þetta í nágrennið, við bara þökkum fyrir þetta,“ segir Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, íbúi í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi. Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, sem býr á bænum í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er algjört æði og svo kemur apótekið bráðum. Við erum alsæl hér i Hrunamannahreppi, heldur betur,“ segir Elín Kristmundsdóttir, íbúi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Elín Kristmundsdóttir, sem býr á bænum í Haukholtum í HrunamannahreppiMagnús Hlynur Hreiðarsson
Heilbrigðismál Hrunamannahreppur Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira