Veður

Norð­austan­átt og strekkingur nokkuð víða

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður um eða undir frostmarki.
Hiti verður um eða undir frostmarki. Vísir/Anton

Yfir Grænlandsjökli er öflug og víðáttumikil hæð, en vestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði. Staða veðrakerfanna veldur því norðaustanátt á landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði strekkings vindur nokkuð víða, en hægari suðvestanlands. Hiti verður um eða undir frostmarki.

Búast má við dálitlum éljum áveðurs en yfirleitt bjart og þurrt á Suður- og Vesturlandi. Kólnandi veður, hiti um eða undir frostmarki síðdegis.

Á morgun, miðvikudag er útlit fyrir norðan strekking austast á landinu, en hægari vind annars staðar. Skýjað og stöku él norðan heiða, en bjart syðra. Frost 0 til 8 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 austast. Skýjað norðan- og austantil með og stöku él, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 1 til 9 stig.

Á fimmtudag: Hægur vindur og bjartviðri, en vestan 3-8 m/s og þykknar upp eftir hádegi með lítilsháttar snjókomu eða slyddu vestantil. Hiti um og undir frostmarki, en hlánar við vesturströndina er líður á daginn.

Á föstudag: Fremur hæg breytileg átt, en suðvestan 5-13 m/s norðvestantil. Skýjað, en léttir til á austanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 6 stig á vesturhluta landsins.

Á laugardag: Norðvestlæg eða breytileg átt, yfirleitt bjart og kólnandi veður.

Á sunnudag: Breytilega átt. Víða léttskýjað og 0 til 7 stiga frost, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:

Útlif fyrir norðaustanátt með éljum í flestum landshlutum. Kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×