Innlent

Starfs­maður Stuðla grunaður um að ráðast á barn

Agnar Már Másson skrifar
Stuðlar eru meðferðarheimili í Reykjavík.
Stuðlar eru meðferðarheimili í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum er grunaður um að hafa í lok júní ráðist á fjórtán ára barn sem var skjólstæðingur á heimilinu. Lögregla hefur málið til rannsóknar.

Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að meinta árásin sé til rannsóknar en vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina en mbl.is greindi fyrst frá.

Barnið er fjórtán ára, að sögn Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns barnsins, sem ræddi einnig stuttlega við fréttastofu. Meinta árásin mun hafa átt sér stað í lok júní.

Mbl.is hefur eftir sínum heimildum að barnið hafi verið með töluverða áverka, meðal annars á hálsi, eftir stórfellda líkamsárás.

Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×