„Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. nóvember 2025 10:31 Guðrún Edda glímir enn við andlega erfiðleika eftir hálsbrotið. @gudruneddasig Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað. Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“ Fimleikar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Sjá meira
Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“
Fimleikar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Sjá meira