Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2025 20:12 Skipulögð brotastarfsemi verður sífellt umfangsmeiri á Íslandi. Vísir/Ívar Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“ Lögreglan Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“
Lögreglan Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira