Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 23:45 Lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börn sín og fylgjast með samfélagsmiðlum þeirra og líðan þeirra. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira