Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2025 07:30 Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Gagnaver Orkumál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun