Fótbolti

Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðnings­menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson horfir upp til stuðningsmanna írska landsliðsins sem voru ekki á besta stað á leikvanginum í Búdapest.
Heimir Hallgrímsson horfir upp til stuðningsmanna írska landsliðsins sem voru ekki á besta stað á leikvanginum í Búdapest. Getty/Stephen McCarthy

Heimir Hallgrímsson og félagar í írska landsliðinu spila mikilvæga leiki í mars þar sem sæti á heimsmeistaramótinu er í boði.

Heimir hefur bent á þá staðreynd að stuðningsmenn mótherja Íra hafi það of gott á landsleikjum á Írlandi.

Írar tryggðu sér sæti í umspilinu með dramatískum sigri á Ungverjum í Búdapest en Ungverjarnir settu þá stuðningsmenn Íra á versta stað í stúkunni og eins langt frá vellinum og hægt var.

Heimir talaði um þetta í viðtali á Írlandi og óskaði þess að Írar færu að hugsa svipað.

Fyrri leikur Íra í umspilinu er á móti Tékklandi og fer fram í Prag. Vinni Írar þann leik þá fá þær heimaleik á móti sigurvegaranum úr leik Dana og Norður-Makedóníumanna þar sem HM-sæti verður í boði.

„Það er kannski eitt sem ég get fundið að á Aviva-leikvanginum. Gestrisni Íra er svo mikil að þeir láta alltaf stuðningsmenn mótherjanna fá bestu sætin í húsinu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

„Ungverjarnir settu stuðningsmenn okkar eins hátt upp í stúkuna og eins langt frá vellinum og þeir gátu. Þeir gerðu þetta viljandi því þeir voru að reyna að búa sér til forskot,“ sagði Heimir.

„Við þyrftum kannski að endurskoða það í okkar heimaleikjum eins og ef við værum að spila um sæti á heimsmeistaramóti,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×