Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar 24. nóvember 2025 16:00 Að lesa fréttir í fjölmiðlum þessa dagana, þar sem landsmenn eru farnir að hamstra vörur áður en skattar og gjöld vinstristjórnarinnar hækka, eru óneitanlega farnar að minna á textann í laginu Sirkus Geira Smart, „og verðið sem var leyft í gær er okkar verð að morgni“. Skipafélögin hafa ekki undan að koma nýjum bílum til landsins áður en vörugjöldin hækka verð á bílum uppúr öllu valdi. Fjölskyldubíllinn mun hækka um eina til tvær milljónir eftir áramót, ef ríkisstjórnin situr föst við sinn keip. Einhvern veginn er þetta samt ekki hækkun á „venjulegt fólk“ eins og formenn Viðreisnar og Samfylkingar hafa svo oft sagt. Þeim virðist fækka með hverjum deginum sem flokkast sem venjulegt fólk hjá verkstjórninni. Það sem allir sjá, nema fjármálaráðherra og verkstjórnin öll, að það munu aldrei innheimtast 7,5 milljarðar í hækkun á vörugjöldum á ökutæki á næsta ári. Bílaleigurnar eru að kaupa bíla núna, bændur eru að kaupa fjór – og sexhjól núna, almenningur er að endurnýja bílana núna. Allir að tryggja sig á gamla verðinu. Eina sem hefst uppúr þessari dellu vegferð er að vísitala neysluverðs mun líklega hækka og þ.a.l. verðtryggðar skuldir heimilanna, og forsendur kjarasamninga brostnar í framhaldinu. Eftir situr ríkissjóður tómhentur, en landsmenn með tvöfaldan skell. Að fjármálaráðherra ætli að halda áfram að berja höfðinu við steininn fer líklega að verða einhverjum söngvaskáldum yrkisefni og þá er aldrei að vita að við fáum að heyra Sirkus Daða Smart á næstu misserum. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Að lesa fréttir í fjölmiðlum þessa dagana, þar sem landsmenn eru farnir að hamstra vörur áður en skattar og gjöld vinstristjórnarinnar hækka, eru óneitanlega farnar að minna á textann í laginu Sirkus Geira Smart, „og verðið sem var leyft í gær er okkar verð að morgni“. Skipafélögin hafa ekki undan að koma nýjum bílum til landsins áður en vörugjöldin hækka verð á bílum uppúr öllu valdi. Fjölskyldubíllinn mun hækka um eina til tvær milljónir eftir áramót, ef ríkisstjórnin situr föst við sinn keip. Einhvern veginn er þetta samt ekki hækkun á „venjulegt fólk“ eins og formenn Viðreisnar og Samfylkingar hafa svo oft sagt. Þeim virðist fækka með hverjum deginum sem flokkast sem venjulegt fólk hjá verkstjórninni. Það sem allir sjá, nema fjármálaráðherra og verkstjórnin öll, að það munu aldrei innheimtast 7,5 milljarðar í hækkun á vörugjöldum á ökutæki á næsta ári. Bílaleigurnar eru að kaupa bíla núna, bændur eru að kaupa fjór – og sexhjól núna, almenningur er að endurnýja bílana núna. Allir að tryggja sig á gamla verðinu. Eina sem hefst uppúr þessari dellu vegferð er að vísitala neysluverðs mun líklega hækka og þ.a.l. verðtryggðar skuldir heimilanna, og forsendur kjarasamninga brostnar í framhaldinu. Eftir situr ríkissjóður tómhentur, en landsmenn með tvöfaldan skell. Að fjármálaráðherra ætli að halda áfram að berja höfðinu við steininn fer líklega að verða einhverjum söngvaskáldum yrkisefni og þá er aldrei að vita að við fáum að heyra Sirkus Daða Smart á næstu misserum. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður norðausturkjördæmis.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar