Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 11:02 Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili. Aðrir virðast líka vera það, ef marka má samfélagsmiðla hið minnsta. Við sálfræðingar þekkjum það hins vegar að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Í raun erum við enn viðkvæmari í aðdraganda jóla og engu líkara en að við berum taugakerfið utan á okkur. Allar tilfinningarnar magnast upp, góðar sem slæmar, og á okkur sækja minningar um liðin jól. Væntingar okkar um hvernig hlutir eigiað vera, og hvernig okkur eigi að líða á þessum árstíma gera okkur líka erfitt fyrir. Sálfræðingur nokkur kallaði þessar væntingar „harðstjórn ættanna“. Þar átti hann við þær ósveigjanlegu hugmyndir sem við höfum um hvernig hlutir ættuað vera, og verðum fyrir vonbrigðum þegar raunveruleikinn er annar. Líklega erum við sjaldan íhaldsamari en einmitt um jólin, þegar við viljum hafa allt eins og það á að vera. Við höfum líka þær væntingar til lífsins að okkur haldist á hlutum, til dæmis peningum og sér í lagi fólki, og eigum erfitt með að sættast við gang lífsins að þessu leyti. Ástvinamissir er eitt af því sem vekur upp vanlíðan í aðdraganda jóla, sem og sambandsslit, einangrun og ágreiningur. Margir kvíða fjárútlátunum enda getur verið erfitt verið að standa undir væntingum annarra til veglegra gjafa. Matarverð hefur aldrei verið hærra og það kostar sitt að halda dýrindis veislur, sem og að taka þátt í því félagslífinu sem vænst er. Það er líka sársaukafullt ef engu slíku er til að dreifa. Veikindi hjá okkur sjálfum eða öðrum setja líka strik í reikninginn, enda á stálslegið fólk fullt í fangi með það að komast yfir allt. Eins geta þeir sem búa við vímuefnaneyslu kviðið þess ástands sem skapast getur yfir hátíðarnar. Svo ber að hafa í huga, að atburðir, sem alla jafna teljast jákvæðir eins og það að gifta sig, ferma eða halda jól, eru streituvaldar engu að síður. Það getur nefnilega orðið fullmikið af því góða í aðdraganda jóla. En hvað er til ráða ef manni líður ekki sem best á þessu tímabili? Gott er að minna sig á að maður er ekki einn um það. Mörgum líður illa og hafa fyrir góðar ástæður. Lítið er að marka færslur á samfélagsmiðlum. Sjaldnast birtir fólk raunsanna mynd af því sem er í gangi, eins og að allt sé í drasli heima hjá því, undirmannað í vinnunni, húslyklarnir týndir og kortér í mætingu á tónleika. Líklega mættu færslurnar á samfélagsmiðlum vera einlægari en raun ber vitni. Svo má minna sig á það að jólin þurfa ekkert að vera æðisleg og það er eðlilegt að líða stundum illa. Þetta eru örfáir dagar sem taka fljótt af og hjá flestum koma jól eftir þessi jól. Má ekki bara leggja minna upp úr jólaundirbúningi? Koma verkefnum yfir á aðra og leyfa sér að gera hlutina til hálfs? Leyfa sér að gleyma eða klúðra einhverju og sjá hvað gerist? Það þarf meiri kjark í slíkt, en að reyna í sífellu að standast væntingar sjálfs og annarra. Það þarf ekki svo mikið til að eiga góðar stundir. Fátt er hátíðlegra en að eiga andrými í skammdeginu við kertaljós, lestur eða rólega tónlist. Þegar upp er staðið eru það notalegar samverustundir, sem maður á með sjálfum sér eða öðrum, sem eru eftirminnilegar, en ekki dýrindis gjafir. Þótt ekki megi gera lítið úr því álagi sem peningaleysi skapar. Slökum aðeins á og minnum okkur á það sem máli skiptir. Hugum að þeim sem eru svipað, eða verr, settir en við, hérlendis sem erlendis, og gerum eitthvað fyrir þá, ef við erum aflögufær. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Jól Geðheilbrigði Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili. Aðrir virðast líka vera það, ef marka má samfélagsmiðla hið minnsta. Við sálfræðingar þekkjum það hins vegar að ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Í raun erum við enn viðkvæmari í aðdraganda jóla og engu líkara en að við berum taugakerfið utan á okkur. Allar tilfinningarnar magnast upp, góðar sem slæmar, og á okkur sækja minningar um liðin jól. Væntingar okkar um hvernig hlutir eigiað vera, og hvernig okkur eigi að líða á þessum árstíma gera okkur líka erfitt fyrir. Sálfræðingur nokkur kallaði þessar væntingar „harðstjórn ættanna“. Þar átti hann við þær ósveigjanlegu hugmyndir sem við höfum um hvernig hlutir ættuað vera, og verðum fyrir vonbrigðum þegar raunveruleikinn er annar. Líklega erum við sjaldan íhaldsamari en einmitt um jólin, þegar við viljum hafa allt eins og það á að vera. Við höfum líka þær væntingar til lífsins að okkur haldist á hlutum, til dæmis peningum og sér í lagi fólki, og eigum erfitt með að sættast við gang lífsins að þessu leyti. Ástvinamissir er eitt af því sem vekur upp vanlíðan í aðdraganda jóla, sem og sambandsslit, einangrun og ágreiningur. Margir kvíða fjárútlátunum enda getur verið erfitt verið að standa undir væntingum annarra til veglegra gjafa. Matarverð hefur aldrei verið hærra og það kostar sitt að halda dýrindis veislur, sem og að taka þátt í því félagslífinu sem vænst er. Það er líka sársaukafullt ef engu slíku er til að dreifa. Veikindi hjá okkur sjálfum eða öðrum setja líka strik í reikninginn, enda á stálslegið fólk fullt í fangi með það að komast yfir allt. Eins geta þeir sem búa við vímuefnaneyslu kviðið þess ástands sem skapast getur yfir hátíðarnar. Svo ber að hafa í huga, að atburðir, sem alla jafna teljast jákvæðir eins og það að gifta sig, ferma eða halda jól, eru streituvaldar engu að síður. Það getur nefnilega orðið fullmikið af því góða í aðdraganda jóla. En hvað er til ráða ef manni líður ekki sem best á þessu tímabili? Gott er að minna sig á að maður er ekki einn um það. Mörgum líður illa og hafa fyrir góðar ástæður. Lítið er að marka færslur á samfélagsmiðlum. Sjaldnast birtir fólk raunsanna mynd af því sem er í gangi, eins og að allt sé í drasli heima hjá því, undirmannað í vinnunni, húslyklarnir týndir og kortér í mætingu á tónleika. Líklega mættu færslurnar á samfélagsmiðlum vera einlægari en raun ber vitni. Svo má minna sig á það að jólin þurfa ekkert að vera æðisleg og það er eðlilegt að líða stundum illa. Þetta eru örfáir dagar sem taka fljótt af og hjá flestum koma jól eftir þessi jól. Má ekki bara leggja minna upp úr jólaundirbúningi? Koma verkefnum yfir á aðra og leyfa sér að gera hlutina til hálfs? Leyfa sér að gleyma eða klúðra einhverju og sjá hvað gerist? Það þarf meiri kjark í slíkt, en að reyna í sífellu að standast væntingar sjálfs og annarra. Það þarf ekki svo mikið til að eiga góðar stundir. Fátt er hátíðlegra en að eiga andrými í skammdeginu við kertaljós, lestur eða rólega tónlist. Þegar upp er staðið eru það notalegar samverustundir, sem maður á með sjálfum sér eða öðrum, sem eru eftirminnilegar, en ekki dýrindis gjafir. Þótt ekki megi gera lítið úr því álagi sem peningaleysi skapar. Slökum aðeins á og minnum okkur á það sem máli skiptir. Hugum að þeim sem eru svipað, eða verr, settir en við, hérlendis sem erlendis, og gerum eitthvað fyrir þá, ef við erum aflögufær. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar