Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 15:46 Þorgerður Katrín við opnun sendiráðsins með utanríkisráðherra Spánar, José Manuel Albares. Stjórnarráðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni. Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni.
Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent