Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 06:32 Alan Ruschel með hinum tveimur liðsfélögunum, Neto og Follmann, sem komust af í flugslysinu. Myndin er tekin í góðgerðaleik á móti Barcelona í ágúst 2017. Getty/Alex Caparros Einn af þeim þremur leikmönnum brasilíska félagsins Chapecoense sem komust af hefur nú rætt þessa skelfilegu lífsreynslu sína fyrir næstum því tíu árum síðar. 19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
19 af 22 leikmönnum létust í flugslysi Chapecoense þegar liðið var á leið í einn stærsta leikinn í sögu félagsins árið 2016. Hinn 36 ára gamli Alan Ruschel var einn þeirra sem lifðu slysið af og hann hefur nú tjáð sig við spænska blaðið Marca. „Ég man að flugstjórinn tilkynnti að við værum að fara að lenda. Við hringsóluðum, hringsóluðum aftur en við lentum ekki. Skyndilega, í einni af þessum hringsólunum, slokknuðu öll ljós í flugvélinni og allt varð hljótt. Enginn öskraði, það var engin skelfing, bara þessi tilfinning um „hvað er að gerast?“,“ sagði Ruschel við Marca. Ruschel man að síðan hafi skyndilega komið „mjög mikil ókyrrð“ og að „viðvörunarbjalla fór í gang inni í flugvélinni“. „Eftir það man ég ekkert meira,“ segir hann. Í þessu ítarlega viðtali við spænska stórblaðið segir Alan Ruschel meðal annars að hann hafi farið í algjört áfallaástand strax eftir slysið. „Ég bað björgunarmennina að hringja í pabba minn, ég afhenti þeim skilríkin mín og giftingarhringinn minn. En ég man ekkert eftir því,“ sagði Ruschel. Ruschel féll síðar í dá eftir slysið, en hann lifði af. „Ég var kominn á fætur eftir viku, tíu daga,“ segir Ruschel. 😔 Se cumplen nueve años de la tragedia de @ChapecoenseReal que conmovió al mundo entero✈️ Alan Ruschel, uno de los seis supervivientes, habla con MARCA sobre la noche que marcó su destino🗨️ "Preguntaba por mis compañeros, y nadie me decía nada" ⚽😢 pic.twitter.com/EZ0xhfH7qN— MARCA (@marca) November 28, 2025 Eftir að hann vaknaði úr dáinu fékk hann þó ekkert að vita um látna liðsfélaga sína. „Ég hafði enga hugmynd um hvað hafði gerst. Þegar ég vaknaði hélt ég áfram að spyrja um fólk, um liðsfélaga mína en enginn vildi segja mér neitt. Læknunum var ráðlagt að segja mér ekki allt í einu, heldur aðeins þegar sálfræðingurinn kæmi til að hjálpa mér að vinna úr fréttunum,“ sagði Ruschel. Að lokum fékk hann að vita hvað hafði í raun og veru gerst. „Þá varð ég fyrir áfalli og gat ekki brugðist við. Það var gríðarlegt áfall,“ sagði Ruschel. Eftir flugslysið gat Alan Ruschel haldið áfram að spila fótbolta og hann lék með Chapecoense til og með 2021. Ruschel er í dag enn að spila með Juventude, sem spilar í efstu deild Brasilíu. 💚 Así narra Alan Ruschel a MARCA el momento en el que su vida cambió para siempre. Pone los pelos de punta... pic.twitter.com/tNjNLCVG7B— MARCA (@marca) November 28, 2025
Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira