Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 23:11 Feðgarnir reka síðasta loðdýrabúið á Íslandi. Vísir/Sigurjón Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“ Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“
Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira