Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 23:11 Feðgarnir reka síðasta loðdýrabúið á Íslandi. Vísir/Sigurjón Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“ Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“
Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira