Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 12. desember 2025 12:33 Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku freistuðum við þess að nota húmorinn til að benda á ruglið í kringum sjókvíaeldið. Við misstum hins vegar húmorinn þegar innviðaráðherra saltaði Fjarðarheiðagöng. Í stað þess að tengja Seyðisfjörð við Egilsstaði, eins og 600 milljóna kostnaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, á nú að beina göngunum til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. Það eru flestir gapandi yfir ruglinu. Rökstuðningurinn? Eins og greint hefur verið frá tók innviðaráðherra þau rök sem hentuðu honum úr skýrslunni. Hann nefndi einnig að í Mjóafirði skuli „koma fyrir sjókvíaeldi” en í firðinum búa ellefu manneskjur sem skiljanlega óttast að þorpið leggist í eyði. Enginn Seyðfirðingur er á móti Mjóafjarðargöngum né öðrum göngum á eftir Fjarðarheiðargöngum. Það er hættuleg nálgun að nota mengandi stóriðju sem skilyrði fyrir innviðauppbyggingu. Og refsa um leið heilu samfélagi fyrir það eitt að vilja sjálfbæra framtíð. Samtímis er stuðlað að sundrungu á Austurlandi þegar Seyðfirðingar hafa sennilega aldrei þurft meira á sátt og stuðningi að halda Seyðisfjörður á betra skilið Það hafa horfið 70-80 störf úr bænum vegna ákvörðunar Síldarvinnslunnar um að loka starfsemi sinni og hverfa með kvótann. Gömul saga og ný. Fyrirtækið sá ekki tækifærið í uppbyggingu á öruggu og öflugu hafnarsvæði Seyðisfjarðar heldur setti tæpa átján milljarða í sjókvíaeldi fyrir vestan. Áhugasamir geta flett upp hvort það hafi verið góð fjárfesting. Seyðisfjörður er einstakt samfélag með frumkvöðlakraft og alþjóðlegt aðdráttarafl sem fáir smábæir búa yfir. Ungt fólk vill setjast þar að því þar er menningarlíf og metnaðarfull ferðaþjónusta. Það er alveg ljóst að fara þarf í átak í atvinnusköpun enda hafa Seyðfirðingar nægar hugmyndir. Þetta er ekki búið til með excel skjölum eða pólitískri refskák - þetta er dýrmæti sem góð stjórnsýsla þarf að skilja og styðja. Seyðfirðingar, landeigendur, sérfræðingar og meirihluti þjóðarinnar hafa hafnað sjókvíaeldi í opnum kvíum. Það er því óboðlegt að stjórnvöld “leiki sér” að því að bæta við eða flytja mengunina í næsta fjörð, ef það er stóra plottið. Niðurstaða Við stöndum á krossgötum. Þetta snýst ekki um eitt leyfi eða einn fjörð, heldur spurninguna:Er ríkisstjórnin tilbúin að hlusta á fólk og vísindi, eða vill hún fórna náttúru og samfélögum fyrir skammtímahagsmuni stórfyrirtækis? Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu, að setja tengingu Seyðisfjarðar og Egilsstaða í forgang í samgönguáætlun og styðja atvinnutækifæri sem eru í sátt við náttúru, lífríki og framtíðina. Sjókvíaeldi rúmast ekki í Seyðisfirði – nema með pólitískri undanþágu. Allir sem vilja sjá FúSK síðustu ára í boði íslenskrar stjórnsýslu geta horft á þessa stuttu samantekt frá okkur. Við biðjum ykkur að styðja þau félög sem berjast gegn því að fleiri fjörðum, fleiri veiðiám, lífríkinu okkar, sé fórnað. HLUSTIÐ Á FÓLKIÐ - Gleðileg jól! Höfundur er formaður VÁ, félags um vernd fjarðar.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar