Innlent

Hall­dór Blön­dal er látinn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halldór Blöndal ásamt Pétri syni sínum.
Halldór Blöndal ásamt Pétri syni sínum.

Halldór Blöndal er látinn, 87 ára. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. desember síðastliðinn, eftir veikindi. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Halldór var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938. Foreldrar hans voru Lárus H. Blöndal bókavörður og Kristjana Benediktsdóttir. 

Hann lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið  1959 og nam lög og sagnfræði við Háskóla Íslands.

Halldór vann við hvalskurð í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði á fimmtán vertíðum frá 1954 til 1974. Hann var kennari og blaðamaður á árunum 1959–1980 og vann á Endurskoðunarstofu Björns Steffensens og Ara Ó. Thorlacius á Akureyri 1976–1978. 

Halldór var landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1979–1983, alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003 og alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þá var hann landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995 og samgönguráðherra 1995–1999, auk þess að gegna embætti forseta Alþingis 1999–2005.

Halldór kvæntist Renötu Brynju Kristjánsdóttur árið 1960. Þau áttu dæturnar Ragnhildi og Stellu. Þau skildu. Árið 1969 kvæntist Halldór Kristrúnu Eymundsdóttur. Þau eignuðust soninn Pétur en fyrir átti Kristrún Eymund Matthíasson Kjeld og Þóri Bjarka Matthíasson Kjeld. Kristrún lést árið 2018.

Barnabörn Halldórs eru sex og barnabarnabörnin sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×