Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. desember 2025 13:37 Guðrún Ágústa er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Vísir/Vilhelm Á kaffistofu Samhjálpar er sannkallaður hátíðarmatur á boðstólnum í hádeginu. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að ró og gleði ríki í húsakynnum þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Samhjálpar, var hún stödd á kaffistofu Samhjálpar en þá höfðu þegar níutíu manns heimsótt kaffistofuna. Hún segir að enn eigi fjöldi eftir að koma, alveg þar til kaffistofunni yrði lokað klukkan tvö. „Það hefur gengið ótrúlega vel, það er ró og friður yfir fólki og hátíðleiki í gangi enda við með hátíðarmáltíð,“ segir Guðrún Ágústa. Kaffistofa Samhjálpar er opin frá tíu til tvö alla daga ársins en hún er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat. Hún er núna tímabundið staðsett í Hátúni 2 en til stendur að færa hana yfir á Grensásveg. Á boðstólnum er fínasti veislumatur sem Samhjálp fær gefins. Á hlaðborðinu má finna hamborgarhrygg, humarsúpu og roast beef og að sjálfsögðu alls kyns meðlæti og eftirrétti. „Við erum með eldhús sem tekur á móti öllum mat, það eru þessir föstu aðilar sem koma með matargjafir, stórir heildsalar, birgjar og slíkt.“ Fastur liður að hjálpa Fyrir jólin fer fram stærsta fjáröflun Samhjálpar þar sem fólk er hvatt til að gefa máltíð. Guðrún Ágústa segir fjáröflunina hafa gengið vel og að fólk sé almennt duglegt að styrkja starfið í kringum jólin. „Þetta er orðinn fastur liður hjá fólki að styrkja jólamatinn.“ Einnig er fólk duglegt að bjóða sig fram í sjálfboðastarf yfir hátíðirnar. Í dag eru þrír sjálfboðaliðar sem aðstoða á kaffistofunni svo að allir sem leita þangað fái þjónustu. „Við erum með nóg af mat og fólk er glatt. Það er mikill friður og ró,“ segir Guðrún Ágústa. Kaffistofa Samhjálpar Jól Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Samhjálpar, var hún stödd á kaffistofu Samhjálpar en þá höfðu þegar níutíu manns heimsótt kaffistofuna. Hún segir að enn eigi fjöldi eftir að koma, alveg þar til kaffistofunni yrði lokað klukkan tvö. „Það hefur gengið ótrúlega vel, það er ró og friður yfir fólki og hátíðleiki í gangi enda við með hátíðarmáltíð,“ segir Guðrún Ágústa. Kaffistofa Samhjálpar er opin frá tíu til tvö alla daga ársins en hún er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat. Hún er núna tímabundið staðsett í Hátúni 2 en til stendur að færa hana yfir á Grensásveg. Á boðstólnum er fínasti veislumatur sem Samhjálp fær gefins. Á hlaðborðinu má finna hamborgarhrygg, humarsúpu og roast beef og að sjálfsögðu alls kyns meðlæti og eftirrétti. „Við erum með eldhús sem tekur á móti öllum mat, það eru þessir föstu aðilar sem koma með matargjafir, stórir heildsalar, birgjar og slíkt.“ Fastur liður að hjálpa Fyrir jólin fer fram stærsta fjáröflun Samhjálpar þar sem fólk er hvatt til að gefa máltíð. Guðrún Ágústa segir fjáröflunina hafa gengið vel og að fólk sé almennt duglegt að styrkja starfið í kringum jólin. „Þetta er orðinn fastur liður hjá fólki að styrkja jólamatinn.“ Einnig er fólk duglegt að bjóða sig fram í sjálfboðastarf yfir hátíðirnar. Í dag eru þrír sjálfboðaliðar sem aðstoða á kaffistofunni svo að allir sem leita þangað fái þjónustu. „Við erum með nóg af mat og fólk er glatt. Það er mikill friður og ró,“ segir Guðrún Ágústa.
Kaffistofa Samhjálpar Jól Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira