„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. desember 2025 07:02 Björn Berg Gunnarsson svarar lesendum Vísis aðra hverja viku. Hægt er að senda honum spurningu í spurningaforminu hér fyrir neðan. Vísir/Vilhelm 17 ára kona spyr: „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni? Þessar tölur hækka næstum með hverjum deginum. Lagast þetta? Hvenær þá? Og hvernig?“ Þú verður að kaupa þér íbúð. Þannig hefur það verið á Íslandi og verður væntanlega áfram. Það er varla valkostur að festast á leigumarkaði ef þú ætlar að geta haft það þokkalegt fjárhagslega í framtíðinni. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að um sé að ræða afar stórt skref, ekki síst í dag, er svo sannarlega hægt að stíga það. Meðalaldur þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð er í dag um 29 ára, en var á sama tíma í fyrra 30 ára og 31 árs 2023. Ef við lítum lengra aftur í tímann var meðalaldurinn 30 ára í árslok 2020 og 31 árs bæði 2015 og 2010. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér inn á íbúðamarkaðinn en ýmislegt hefur þó vissulega gert kaupin erfiðari upp á síðkastið og haft mikil áhrif á reynslu ungs fólks af sparnaði fyrir útborgun, íbúðakaupunum sjálfum og lántöku: Mjög hraðar íbúðaverðshækkanir í kjölfar Covid gerðu það að verkum að íbúðaverðið gat hækkað hraðar en fólk gat sparað fyrir útborgun Miklar vaxtahækkanir, lægra viðmið grunnlána, nýlegur vaxtadómur og fleira hefur gert lán dýrari og erfiðara að standast greiðslumat Ný lánþegaskilyrði Seðlabankans hafa þrengt enn frekar að möguleikum kaupenda Hlutdeildarlán, skattfrjáls notkun séreignar við fyrstu kaup, vaxtabætur, strangari kröfur, hærra lóðaverð og fleiri inngrip auk takmarkaðs framboðs lítilla íbúða hefur væntanlega hækkað verð þeirra íbúða sem fyrstu kaupendur horfa einna helst til Það er því ekki skrítið að þróun síðustu ára gefi tilefni til svartsýni og að maður spyrji sig hvort þetta verði skárra, eða haldi bara áfram að versna. Ég skil þig mjög vel að vera að velta þessu fyrir þér og vil alls ekki gera lítið úr ástandinu eða þeirri áskorun sem það er að koma sér inn á markaðinn. En er einhver ástæða til bjartsýni? Hvað með framhaldið? Í nýlegum þjóðhagsspám hafa nokkrir aðilar freistað þess að spá fyrir um þróun íbúðaverðs næsta kastið. Allir spá þeir mun hóflegri hækkunum en hafa verið síðustu ár, sem ættu að vera afar góðar fréttir fyrir fyrstu kaupendur. Íslandsbanki spáir 4,3% hækkun 2026 og 4,7% 2027. Landsbankinn spáir 4,1% hækkun 2026 og 5% 2027 og Seðlabankinn spáir sömuleiðis mjög hóflegum hækkunum. Þetta er mikilvægt því sá sem safnar fyrir útborgun þarf að sjá sig færast nær kaupunum með hverjum mánuði sem líður og þá má íbúðaverðið ekki hækka of hratt. Nú hefur hagkerfið okkar því miður kólnað hratt og atvinnuleysi aukist. Það eru auðvitað afleitar fréttir en gætu þó hvatt Seðlabankann til enn frekari vaxtalækkana. Við sáum nýlega fyrstu íbúðalánavextina í langan tíma gægjast niður fyrir 8% og þótt mikil óvissa sé um framhaldið er ekki útilokað að vextir lækki enn frekar. Er þetta hægt? Í upphafi nefndi ég að þú gætir keypt þér íbúð, en hvernig? Mikilvægast af öllu, í alvöru talað, er viðhorfið þitt. Þú þarft að reisa þér múr til að verja þig fyrir umræðunni í samfélaginu. Ég hitti óþægilegt oft fólk sem hefur nær aldrei heyrt annað frá foreldrum sínum, samfélagsmiðlum, pólítíkinni og fjölmiðlum en að það muni aldrei geta geta keypt sér íbúð því það sé ómögulegt. Fyrir utan það að vera hreinlega rangt er hætt við því að fólk gefist upp við þennan bölmóð. Þetta er víst hægt og hér eru nokkur atriði sem gætu vonandi hjálpað þér við að undirbúa þig og koma þér loks með glæsibrag inn á á íbúðamarkaðinn: Skráðu þig í viðbótarlífeyrissparnað Þar sem þú ert ekki orðin 18 ára þurfa foreldrar þínir að hjálpa þér að skrá þig í viðbótarlífeyrissparnað. Með honum færðu 2% launahækkun frá vinnuveitendum þínum og getur svo notað það sem safnast til að hjálpa þér við að kaupa þína fyrstu íbúð. Og það sem meira er, það er skattfrjálst! Sjá öll svör Björns Bergs hér Vertu dugleg að vinna Ekki vera hrædd við að sækja um vinnur og vinna með skóla. Á þínum aldri vann ég í matvöruverslun og á vídeóleigu og auk þess sem það kenndi mér að bera ábyrgð og vinna samviskusamlega munaði heilmiklu um þá aura sem ég vann mér inn. Eftir á að hyggja held ég að það hafi hreinilega verið besti skólinn sem ég fór í.Farðu vel með peningaÉg veit að það er gaman að eyða peningum en reyndu eins og þú mögulega getur að halda útgjöldum í lágmarki og skipuleggja þau vel og vandlega. Þau ungmenni sem ég hitti og eru á fljúgandi siglingu við að undirbúa íbúðakaup eiga það nær öll sameiginleg að hafa mjög góða stjórn á útgjöldum sínum. Ekki veðja eða stunda fjárhættuspil. Ekki kaupa óþarfa, ekki spila í lottói, ekki taka áhættu, ekki leita að töfralausnum. Borðaðu bara heima hjá foreldrum þínum og taktu nesti með í skólann.Reiknaðu nú dæmiðÞú ætlar bara að eyða broti af því sem þú þénar. Afganginn, auk viðbótarlífeyrissparnaðarins getur þú notað í að safna þér fyrir útborgun. En þá þarf að nota reiknivélar. Leikum okkur aðeins með það og stillum upp dæmi:Segjum að þú náir, að meðaltali, að þéna um 100.000 kr. meira á mánuði en þú eyðir. Ég er þá að gera ráð fyrir að þú sért dugleg að vinna í fríum og um helgar. Ef þú stefnir á að safna 15% útborgun í 70 milljóna króna íbúð ætti þetta að vera komið á um 6 árum. Ef þú ferð svo að vinna enn meira þegar þú eldist getur þetta gengið hraðar fyrir sig. Auk þess máttu kaupa eign með 10% útborgun, en það er vissara að stefna á 15%.Ef þú ert dugleg að vinna og eyðir ekki í óþarfa hef ég engar áhyggjur af þér. Ég hef engar áhyggjur vegna þess að ég rekst reglulega á unglinga og ungt fólk sem er að gera þetta með glæsibrag og þau láta enga fýlupúka í sjónvarpinu eða fjölskylduboði segja sér hvað þau geta ekki.En hvað ef?Þetta hljómar voða einfalt. Eyddu minni peningum en þú þénar, leggðu fyrir og mættu svo björt og brosandi í bankann 20 og lítið ára gömul og kauptu þér notalega íbúð. En auðvitað getur ýmislegt gerst. Kannski hefur þú takmarkaða möguleika á að vinna þér inn peninga. Ef til vill þarftu að eyða talsverðum fjárhæðum í nauðsynjar, millilenda á leigumarkaði eða glíma við óvænta erfiðleika. En skipulag og einfaldar grunnreglur munu alltaf styðja þig í gegnum þá tíma. Ef þú lofar sjálfri þér að taka aldrei lán fyrir neinu fyrr en að íbúðakaupunum kemur og eyða minni fjármunum en þú þénar muntu færast nær íbúðakaupunum, hvort sem það mun taka þig 4 eða 5 ár, eða jafnvel 10 eða 12.Þú getur lítið í umhverfinu gert, vöxtum og verðlagi. En þú stýrir þínum persónulegu fjármálum. Gangi þér vel! Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Þú verður að kaupa þér íbúð. Þannig hefur það verið á Íslandi og verður væntanlega áfram. Það er varla valkostur að festast á leigumarkaði ef þú ætlar að geta haft það þokkalegt fjárhagslega í framtíðinni. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að um sé að ræða afar stórt skref, ekki síst í dag, er svo sannarlega hægt að stíga það. Meðalaldur þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð er í dag um 29 ára, en var á sama tíma í fyrra 30 ára og 31 árs 2023. Ef við lítum lengra aftur í tímann var meðalaldurinn 30 ára í árslok 2020 og 31 árs bæði 2015 og 2010. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér inn á íbúðamarkaðinn en ýmislegt hefur þó vissulega gert kaupin erfiðari upp á síðkastið og haft mikil áhrif á reynslu ungs fólks af sparnaði fyrir útborgun, íbúðakaupunum sjálfum og lántöku: Mjög hraðar íbúðaverðshækkanir í kjölfar Covid gerðu það að verkum að íbúðaverðið gat hækkað hraðar en fólk gat sparað fyrir útborgun Miklar vaxtahækkanir, lægra viðmið grunnlána, nýlegur vaxtadómur og fleira hefur gert lán dýrari og erfiðara að standast greiðslumat Ný lánþegaskilyrði Seðlabankans hafa þrengt enn frekar að möguleikum kaupenda Hlutdeildarlán, skattfrjáls notkun séreignar við fyrstu kaup, vaxtabætur, strangari kröfur, hærra lóðaverð og fleiri inngrip auk takmarkaðs framboðs lítilla íbúða hefur væntanlega hækkað verð þeirra íbúða sem fyrstu kaupendur horfa einna helst til Það er því ekki skrítið að þróun síðustu ára gefi tilefni til svartsýni og að maður spyrji sig hvort þetta verði skárra, eða haldi bara áfram að versna. Ég skil þig mjög vel að vera að velta þessu fyrir þér og vil alls ekki gera lítið úr ástandinu eða þeirri áskorun sem það er að koma sér inn á markaðinn. En er einhver ástæða til bjartsýni? Hvað með framhaldið? Í nýlegum þjóðhagsspám hafa nokkrir aðilar freistað þess að spá fyrir um þróun íbúðaverðs næsta kastið. Allir spá þeir mun hóflegri hækkunum en hafa verið síðustu ár, sem ættu að vera afar góðar fréttir fyrir fyrstu kaupendur. Íslandsbanki spáir 4,3% hækkun 2026 og 4,7% 2027. Landsbankinn spáir 4,1% hækkun 2026 og 5% 2027 og Seðlabankinn spáir sömuleiðis mjög hóflegum hækkunum. Þetta er mikilvægt því sá sem safnar fyrir útborgun þarf að sjá sig færast nær kaupunum með hverjum mánuði sem líður og þá má íbúðaverðið ekki hækka of hratt. Nú hefur hagkerfið okkar því miður kólnað hratt og atvinnuleysi aukist. Það eru auðvitað afleitar fréttir en gætu þó hvatt Seðlabankann til enn frekari vaxtalækkana. Við sáum nýlega fyrstu íbúðalánavextina í langan tíma gægjast niður fyrir 8% og þótt mikil óvissa sé um framhaldið er ekki útilokað að vextir lækki enn frekar. Er þetta hægt? Í upphafi nefndi ég að þú gætir keypt þér íbúð, en hvernig? Mikilvægast af öllu, í alvöru talað, er viðhorfið þitt. Þú þarft að reisa þér múr til að verja þig fyrir umræðunni í samfélaginu. Ég hitti óþægilegt oft fólk sem hefur nær aldrei heyrt annað frá foreldrum sínum, samfélagsmiðlum, pólítíkinni og fjölmiðlum en að það muni aldrei geta geta keypt sér íbúð því það sé ómögulegt. Fyrir utan það að vera hreinlega rangt er hætt við því að fólk gefist upp við þennan bölmóð. Þetta er víst hægt og hér eru nokkur atriði sem gætu vonandi hjálpað þér við að undirbúa þig og koma þér loks með glæsibrag inn á á íbúðamarkaðinn: Skráðu þig í viðbótarlífeyrissparnað Þar sem þú ert ekki orðin 18 ára þurfa foreldrar þínir að hjálpa þér að skrá þig í viðbótarlífeyrissparnað. Með honum færðu 2% launahækkun frá vinnuveitendum þínum og getur svo notað það sem safnast til að hjálpa þér við að kaupa þína fyrstu íbúð. Og það sem meira er, það er skattfrjálst! Sjá öll svör Björns Bergs hér Vertu dugleg að vinna Ekki vera hrædd við að sækja um vinnur og vinna með skóla. Á þínum aldri vann ég í matvöruverslun og á vídeóleigu og auk þess sem það kenndi mér að bera ábyrgð og vinna samviskusamlega munaði heilmiklu um þá aura sem ég vann mér inn. Eftir á að hyggja held ég að það hafi hreinilega verið besti skólinn sem ég fór í.Farðu vel með peningaÉg veit að það er gaman að eyða peningum en reyndu eins og þú mögulega getur að halda útgjöldum í lágmarki og skipuleggja þau vel og vandlega. Þau ungmenni sem ég hitti og eru á fljúgandi siglingu við að undirbúa íbúðakaup eiga það nær öll sameiginleg að hafa mjög góða stjórn á útgjöldum sínum. Ekki veðja eða stunda fjárhættuspil. Ekki kaupa óþarfa, ekki spila í lottói, ekki taka áhættu, ekki leita að töfralausnum. Borðaðu bara heima hjá foreldrum þínum og taktu nesti með í skólann.Reiknaðu nú dæmiðÞú ætlar bara að eyða broti af því sem þú þénar. Afganginn, auk viðbótarlífeyrissparnaðarins getur þú notað í að safna þér fyrir útborgun. En þá þarf að nota reiknivélar. Leikum okkur aðeins með það og stillum upp dæmi:Segjum að þú náir, að meðaltali, að þéna um 100.000 kr. meira á mánuði en þú eyðir. Ég er þá að gera ráð fyrir að þú sért dugleg að vinna í fríum og um helgar. Ef þú stefnir á að safna 15% útborgun í 70 milljóna króna íbúð ætti þetta að vera komið á um 6 árum. Ef þú ferð svo að vinna enn meira þegar þú eldist getur þetta gengið hraðar fyrir sig. Auk þess máttu kaupa eign með 10% útborgun, en það er vissara að stefna á 15%.Ef þú ert dugleg að vinna og eyðir ekki í óþarfa hef ég engar áhyggjur af þér. Ég hef engar áhyggjur vegna þess að ég rekst reglulega á unglinga og ungt fólk sem er að gera þetta með glæsibrag og þau láta enga fýlupúka í sjónvarpinu eða fjölskylduboði segja sér hvað þau geta ekki.En hvað ef?Þetta hljómar voða einfalt. Eyddu minni peningum en þú þénar, leggðu fyrir og mættu svo björt og brosandi í bankann 20 og lítið ára gömul og kauptu þér notalega íbúð. En auðvitað getur ýmislegt gerst. Kannski hefur þú takmarkaða möguleika á að vinna þér inn peninga. Ef til vill þarftu að eyða talsverðum fjárhæðum í nauðsynjar, millilenda á leigumarkaði eða glíma við óvænta erfiðleika. En skipulag og einfaldar grunnreglur munu alltaf styðja þig í gegnum þá tíma. Ef þú lofar sjálfri þér að taka aldrei lán fyrir neinu fyrr en að íbúðakaupunum kemur og eyða minni fjármunum en þú þénar muntu færast nær íbúðakaupunum, hvort sem það mun taka þig 4 eða 5 ár, eða jafnvel 10 eða 12.Þú getur lítið í umhverfinu gert, vöxtum og verðlagi. En þú stýrir þínum persónulegu fjármálum. Gangi þér vel!
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi svarar spurningum frá lesendum Vísis um allt sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu hér fyrir neðan.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent