Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar 9. janúar 2026 09:01 Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag? Ef nútímasamfélag á að þýða að við gleymum grunnþörfum barna, þá er það samfélag á rangri leið. Í umræðunni um leikskólamál er sífellt vísað í hugmyndir um „nútímasamfélag“ og „jafnrétti“. En ef þetta á að vera nútíminn – samfélag þar sem grunnþarfir barna eru settar til hliðar – þá erum við ekki að þróast áfram, heldur aftur á bak. Það er óásættanlegt að slagorð séu látin ganga framar velferð þeirra sem minnst geta varið sig. Þarfir barna eru ekki samningsatriði. Þau þurfa öryggi, ró og fullorðna sem hafa tíma til að sinna þeim. Í dag er það einfaldlega ekki hægt. Deildir eru undirmannaðar, álagið er mikið -Þetta er ekki faglegt umhverfi – þetta er neyðarástand. Samt er talað um jafnrétti eins og það réttlæti allt. En hvar er jafnréttið fyrir börnin? Fyrir starfsfólkið sem brennur út? Það er hræsni að tala um jafnrétti á meðan kerfið sjálft stendur og fellur á því að börn séu látin aðlagast aðstæðum sem eru þeim ekki til heilla. Ef við viljum raunverulegar lausnir, þá verðum við að byrja á því sem skiptir mestu máli: að lengja fæðingarorlof. Það myndi bæði minnka álag á leikskólakerfið og tryggja að börn fái þann tíma með foreldrum sínum sem þau raunverulega þurfa á fyrstu og viðkvæmustu árum lífsins. Að minnka daglega vistun barna í leikskóla niður væri líka skref í rétta átt. Það myndi bæta líðan barna, létta á starfsfólki og færa kerfið nær því sem raunhæft og heilbrigt er. Það er ekki hægt að tala um nútímasamfélag eða jafnrétti á meðan við gleymum þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Ef við ætlum að byggja upp heilbrigt leikskólakerfi, þá verðum við að hætta að fegra stöðuna og byrja að laga hana. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar