„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 9. janúar 2026 09:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fráfarandi félags- og húsnæðismálaráðherra og verðandi mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Lýður Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls. Inga ræddi þær breytingar sem verða á ráðherraliði Flokks fólksins og hlutverkaskipti sem verða hjá þingflokknum við fjölmiðla í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson tekur við ráðherraembætti Ingu í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, en sjálf tekur hún við sem mennta- og barnamálaráðherra af Guðmundi Inga Kristinssyni. „Mér hlotnast sá heiður að fá að taka við stýrinu hans,“ sagði Inga. „Við teljum að við séum að skipa gott lið og hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni.“ Bætt læsi og andleg heilsa barna hjartans mál Ingu Inga var spurð hvers vegna Ragnar hafi ekki bara tekið beint við af Guðmundi Inga sem mennta- og barnamálaráðherra. Inga sagði það vera vegna þess að Ragnar væri sérfóður og með mikla reynslu á þeim málefnasviðum sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðuneytið og því lægi beint við að hann tæki að sér að leiða það ráðuneyti og sjálf taki hún því mennta- og barnamálaráðuneytið. Hún var jafnframt spurð hvort hún hyggist boða einhverjar breytingar í sínu nýja ráðuneyti. „Ég ætla bara að fá að kynnast þessu ráðuneyti fyrst og hitta fólkið. Ég er aðeins búin að pínu lítið koma í heimsókn en ég hlakka bara til að hitta það fólk um leið og ég sakna fólksins úr félags- og húsnæðismálaráðuneytinu,“ sagði Inga. Það hafi verið „ævintýralega gaman“ í sínu fyrsta ráðuneyti og hún efist ekki um að það sama muni eiga við í því nýja. En hyggst Inga leggja áherslu á einhver sérstök mál í nýju ráðuneyti? „Já, ég hef gjarnan sagt það að kerfið hefur alfarið og algjörlega brugðist börnunum okkar og þessi byrjendalæsistefna sem var tekin á sínum tíma, sem að í rauninni orsakar það að hér eru næstum því 50% drengja að útskrifast með lélegan lesskilning og nánast ólæsir eftir tíu ára grunnskólagöngu. Ég vil að þeir læri að lesa og miklu fyrr,“ nefndi Inga sem dæmi. „Ég hef séð þetta eins og að skipið sé hreinlega vélarvana hér úti á rúmsjó, og við ætlum svo sannarlega að ræsa vélarnar og koma skipinu okkar í land. Þannig ég vænti mikils af því að taka til starfa þarna,“ sagði Inga. Ásthildur Lóa ómetanleg í hlutverk þingflokksformann Hún líti til Finnlands í þeim efnum, en þeir hafi náð að snúa á betri braut með hinni svokölluðu „finnsku leið“ hvað lítur að læsi barna. Hún vilji taka höndum saman með kennarastéttinni, sveitarfélögunum og gera allt hvað hún getur til að stuðla að bættri líðan barna og ungs fólks á Íslandi. „Börnunum okkar líður illa og hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram um að gera mitt besta,“ sagði Inga. Aðspurð hvort það hafi komið til skoðunar að Ásthildur Lóa tæki aftur við embættinu sem Guðmundur Ingi tók við af henni á sínum tíma, sagði Inga að Ásthildur Lóa væri sátt við sitt hlutskipti. Hún hafi sjálf tekið ákvörðun um að segja af sér og sé sátt við að taka við því verkefni að stýra þingflokknum. „Hún er ómetanleg þar sem hún er núna.“ Verður yfirmaður Ársæls Hún geti ekki beðið eftir að hefjast handa og muni funda með öllum sem hún getur, þar á meðal skólameisturum, en líkt og kunnugt er hefur andað nokkuð köldu milli ráðherra Flokks fólksins og Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég aldrei nema hlýlega til Ársæls og spái aldrei í það hvort ég er yfirmaður hans eða ekki. Aldrei. Þannig ég óska honum alls hins besta,“ svaraði Inga, spurð hvort henni þyki skrítið að verða beinn yfirmaður Ársæls eftir allt sem á undan er gengið. Hún segir jafnframt að honum sé frjálst að sækja aftur um stöðu skólameistara sem ákveðið var í ráðherratíð Guðmundar Inga að verði auglýst þegar skipunartími Ársæls rennur út. Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Inga ræddi þær breytingar sem verða á ráðherraliði Flokks fólksins og hlutverkaskipti sem verða hjá þingflokknum við fjölmiðla í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson tekur við ráðherraembætti Ingu í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, en sjálf tekur hún við sem mennta- og barnamálaráðherra af Guðmundi Inga Kristinssyni. „Mér hlotnast sá heiður að fá að taka við stýrinu hans,“ sagði Inga. „Við teljum að við séum að skipa gott lið og hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni.“ Bætt læsi og andleg heilsa barna hjartans mál Ingu Inga var spurð hvers vegna Ragnar hafi ekki bara tekið beint við af Guðmundi Inga sem mennta- og barnamálaráðherra. Inga sagði það vera vegna þess að Ragnar væri sérfóður og með mikla reynslu á þeim málefnasviðum sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðuneytið og því lægi beint við að hann tæki að sér að leiða það ráðuneyti og sjálf taki hún því mennta- og barnamálaráðuneytið. Hún var jafnframt spurð hvort hún hyggist boða einhverjar breytingar í sínu nýja ráðuneyti. „Ég ætla bara að fá að kynnast þessu ráðuneyti fyrst og hitta fólkið. Ég er aðeins búin að pínu lítið koma í heimsókn en ég hlakka bara til að hitta það fólk um leið og ég sakna fólksins úr félags- og húsnæðismálaráðuneytinu,“ sagði Inga. Það hafi verið „ævintýralega gaman“ í sínu fyrsta ráðuneyti og hún efist ekki um að það sama muni eiga við í því nýja. En hyggst Inga leggja áherslu á einhver sérstök mál í nýju ráðuneyti? „Já, ég hef gjarnan sagt það að kerfið hefur alfarið og algjörlega brugðist börnunum okkar og þessi byrjendalæsistefna sem var tekin á sínum tíma, sem að í rauninni orsakar það að hér eru næstum því 50% drengja að útskrifast með lélegan lesskilning og nánast ólæsir eftir tíu ára grunnskólagöngu. Ég vil að þeir læri að lesa og miklu fyrr,“ nefndi Inga sem dæmi. „Ég hef séð þetta eins og að skipið sé hreinlega vélarvana hér úti á rúmsjó, og við ætlum svo sannarlega að ræsa vélarnar og koma skipinu okkar í land. Þannig ég vænti mikils af því að taka til starfa þarna,“ sagði Inga. Ásthildur Lóa ómetanleg í hlutverk þingflokksformann Hún líti til Finnlands í þeim efnum, en þeir hafi náð að snúa á betri braut með hinni svokölluðu „finnsku leið“ hvað lítur að læsi barna. Hún vilji taka höndum saman með kennarastéttinni, sveitarfélögunum og gera allt hvað hún getur til að stuðla að bættri líðan barna og ungs fólks á Íslandi. „Börnunum okkar líður illa og hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram um að gera mitt besta,“ sagði Inga. Aðspurð hvort það hafi komið til skoðunar að Ásthildur Lóa tæki aftur við embættinu sem Guðmundur Ingi tók við af henni á sínum tíma, sagði Inga að Ásthildur Lóa væri sátt við sitt hlutskipti. Hún hafi sjálf tekið ákvörðun um að segja af sér og sé sátt við að taka við því verkefni að stýra þingflokknum. „Hún er ómetanleg þar sem hún er núna.“ Verður yfirmaður Ársæls Hún geti ekki beðið eftir að hefjast handa og muni funda með öllum sem hún getur, þar á meðal skólameisturum, en líkt og kunnugt er hefur andað nokkuð köldu milli ráðherra Flokks fólksins og Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég aldrei nema hlýlega til Ársæls og spái aldrei í það hvort ég er yfirmaður hans eða ekki. Aldrei. Þannig ég óska honum alls hins besta,“ svaraði Inga, spurð hvort henni þyki skrítið að verða beinn yfirmaður Ársæls eftir allt sem á undan er gengið. Hún segir jafnframt að honum sé frjálst að sækja aftur um stöðu skólameistara sem ákveðið var í ráðherratíð Guðmundar Inga að verði auglýst þegar skipunartími Ársæls rennur út.
Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira