Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir og Helga Þórey Júlíudóttir skrifa 15. janúar 2026 18:00 Hlutverk kennara hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum samhliða sífellt fjölbreyttari nemendahópi. Í dag er ekki lengur gert ráð fyrir að einn kennsluháttur henti öllum, heldur þarf skólastarf að byggjast á sveigjanleika, faglegri greiningu og markvissum stuðningi. Í því samhengi gegna sérmenntaðir sérkennarar lykilhlutverki. Nýr menntamálaráðherra hefur réttilega bent á að það sé ekki á valdi eins kennara að koma til móts við allar þær ólíku þarfir sem nemendur í dag hafa. Sérkennarar eru sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í að aðlaga námsumhverfi, kennsluhætti og námsefni að ólíkum þörfum nemenda. Þeir vinna út frá faglegri þekkingu á námsörðugleikum, félags- og tilfinningalegum áskorunum, menningarlegum fjölbreytileika og öðrum þáttum sem geta haft áhrif á námsframvindu og líðan nemenda. Markmið sérkennslu er ekki einangrun heldur inngilding með því að skapa aðstæður þar sem allir nemendur fá raunhæf tækifæri til að blómstra. Nýr menntamálaráðherra hefur bent á að stór hópur nemenda nái ekki að blómstra í hefðbundnu skólastarfi nútímans og að hlutverk kennarans hafi gjörbreyst með aukinni fjölbreytni nemendahópsins. Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að skólakerfið byggi á sérfræðilegri þekkingu. Sérkennarar eru í mörgum tilfellum í ráðgjafahlutverki gagnvart kennurum, stjórnendum og foreldrum þegar kemur að börnum með sérþarfir, hvort sem þær tengjast námi, hegðun, félagsfærni, tilfinningum eða menningarlegum bakgrunni. Þrátt fyrir þetta mikilvæga hlutverk er starfsheitið „sérkennari“ ekki lögverndað. Í dag geta allir sem sinna stuðningi við nemendur kallað sig sérkennara, jafnvel þótt þeir hafi ekki sérmenntun á sviðinu. Þegar auglýst er eftir sérkennurum er oft ekki gerð krafa um meistaragráðu í sérkennslu eða sambærilegu sérfræðinámi. Þetta veikir faglega stöðu starfsins og getur haft áhrif á gæði þjónustunnar sem nemendur fá. Þeir sérkennarar sem starfa í dag hafa hins vegar lagt á sig umfangsmikið nám. Að jafnaði hafa þeir lokið tveggja ára meistaranámi til viðbótar við kennsluréttindi, þar sem áhersla er lögð á fræðilega þekkingu, greiningu, íhlutun og samstarf. Þeir eru þjálfaðir í að styðja bæði nemendur og almenna bekkjarkennara með faglegum, markvissum og siðferðilega ábyrgum hætti. Sérkennari er því ekki aðeins kennari sem vinnur með fámennan hóp eða einstaklinga. Sérkennari er sérmenntaður sérfræðingur og ráðgjafi sem gegnir lykilhlutverki í inngildandi skólastarfi. Ef markmið menntakerfisins er raunverulegt jafnræði og farsæld allra nemenda, þá þarf að viðurkenna sérkennslu sem sérfræðistarf, tryggja skýrar hæfniskröfur og efla stöðu sérkennara innan skólakerfisins. Mikilvægi sérkennara í grunnskólum liggur því fyrst og fremst í sérfræðiþekkingu þeirra sem byggir á sérhæfðri menntun og djúpum skilningi á námi og þroska barna. Sú þekking gerir þeim kleift að beita gagnreyndum kennsluaðferðum af fagmennsku og tryggja að nemendur sem standa höllum fæti fái markvissan og árangursríkan stuðning og kennslu. Rannsóknir og reynsla sýna að snemmtæk og fagleg íhlutun sérkennara getur komið í veg fyrir langvarandi námsvanda, dregið úr brottfalli, styrkt sjálfsmynd nemenda og stuðlað að betri líðan þeirra í skóla. Án nægilegs fjölda sérkennara er hætta á að sérkennsla verði ómarkviss, snemmtæk íhlutun bregðist og nemendur missi af nauðsynlegum tækifærum til náms og þátttöku. Sérkennarar eru því lykill að gæðum, jafnræði og faglegri ábyrgð í íslensku skólakerfi. Höfundar eru sérkennarar og jafnframt formaður og varaformaður Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk kennara hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum samhliða sífellt fjölbreyttari nemendahópi. Í dag er ekki lengur gert ráð fyrir að einn kennsluháttur henti öllum, heldur þarf skólastarf að byggjast á sveigjanleika, faglegri greiningu og markvissum stuðningi. Í því samhengi gegna sérmenntaðir sérkennarar lykilhlutverki. Nýr menntamálaráðherra hefur réttilega bent á að það sé ekki á valdi eins kennara að koma til móts við allar þær ólíku þarfir sem nemendur í dag hafa. Sérkennarar eru sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í að aðlaga námsumhverfi, kennsluhætti og námsefni að ólíkum þörfum nemenda. Þeir vinna út frá faglegri þekkingu á námsörðugleikum, félags- og tilfinningalegum áskorunum, menningarlegum fjölbreytileika og öðrum þáttum sem geta haft áhrif á námsframvindu og líðan nemenda. Markmið sérkennslu er ekki einangrun heldur inngilding með því að skapa aðstæður þar sem allir nemendur fá raunhæf tækifæri til að blómstra. Nýr menntamálaráðherra hefur bent á að stór hópur nemenda nái ekki að blómstra í hefðbundnu skólastarfi nútímans og að hlutverk kennarans hafi gjörbreyst með aukinni fjölbreytni nemendahópsins. Þessi staðreynd undirstrikar mikilvægi þess að skólakerfið byggi á sérfræðilegri þekkingu. Sérkennarar eru í mörgum tilfellum í ráðgjafahlutverki gagnvart kennurum, stjórnendum og foreldrum þegar kemur að börnum með sérþarfir, hvort sem þær tengjast námi, hegðun, félagsfærni, tilfinningum eða menningarlegum bakgrunni. Þrátt fyrir þetta mikilvæga hlutverk er starfsheitið „sérkennari“ ekki lögverndað. Í dag geta allir sem sinna stuðningi við nemendur kallað sig sérkennara, jafnvel þótt þeir hafi ekki sérmenntun á sviðinu. Þegar auglýst er eftir sérkennurum er oft ekki gerð krafa um meistaragráðu í sérkennslu eða sambærilegu sérfræðinámi. Þetta veikir faglega stöðu starfsins og getur haft áhrif á gæði þjónustunnar sem nemendur fá. Þeir sérkennarar sem starfa í dag hafa hins vegar lagt á sig umfangsmikið nám. Að jafnaði hafa þeir lokið tveggja ára meistaranámi til viðbótar við kennsluréttindi, þar sem áhersla er lögð á fræðilega þekkingu, greiningu, íhlutun og samstarf. Þeir eru þjálfaðir í að styðja bæði nemendur og almenna bekkjarkennara með faglegum, markvissum og siðferðilega ábyrgum hætti. Sérkennari er því ekki aðeins kennari sem vinnur með fámennan hóp eða einstaklinga. Sérkennari er sérmenntaður sérfræðingur og ráðgjafi sem gegnir lykilhlutverki í inngildandi skólastarfi. Ef markmið menntakerfisins er raunverulegt jafnræði og farsæld allra nemenda, þá þarf að viðurkenna sérkennslu sem sérfræðistarf, tryggja skýrar hæfniskröfur og efla stöðu sérkennara innan skólakerfisins. Mikilvægi sérkennara í grunnskólum liggur því fyrst og fremst í sérfræðiþekkingu þeirra sem byggir á sérhæfðri menntun og djúpum skilningi á námi og þroska barna. Sú þekking gerir þeim kleift að beita gagnreyndum kennsluaðferðum af fagmennsku og tryggja að nemendur sem standa höllum fæti fái markvissan og árangursríkan stuðning og kennslu. Rannsóknir og reynsla sýna að snemmtæk og fagleg íhlutun sérkennara getur komið í veg fyrir langvarandi námsvanda, dregið úr brottfalli, styrkt sjálfsmynd nemenda og stuðlað að betri líðan þeirra í skóla. Án nægilegs fjölda sérkennara er hætta á að sérkennsla verði ómarkviss, snemmtæk íhlutun bregðist og nemendur missi af nauðsynlegum tækifærum til náms og þátttöku. Sérkennarar eru því lykill að gæðum, jafnræði og faglegri ábyrgð í íslensku skólakerfi. Höfundar eru sérkennarar og jafnframt formaður og varaformaður Félags sérkennara á Íslandi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun