Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir og Eyrún Fríða Árnadóttir skrifa 16. janúar 2026 09:32 Þann 24. janúar næstkomandi fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga þann 16. maí 2026. Alls bjóða 16 einstaklingar sig fram í efstu 6 sæti listans og því ærin ástæða til þess að kynna sér frambjóðendur, kjósa og hafa þannig áhrif á lista Samfylkingarinnar í borginni til næstu fjögurra ára. Að þessu tilefni viljum við draga athyglina sérstaklega að ungum frambjóðendum sem stíga sitt fyrsta skref í pólitík því iðulega er athyglinni beint að oddvita sætum. 564 manns kusu í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík og það er því ljóst á áhugi ungliða á borgarmálum er mikill. En markmið ungliðaprófkjörsins var að vekja aukna athygli á ungum frambjóðendum og fylkja ungu fólki saman til að styðja við sína frambjóðendur. Sigurvegarar prófkjörsins voru þau Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav Romslo. Þau hafa því skýrt umboð frá ungliðum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Eflaust þykir mörgum undarlegt að draga þurfi athygli sérstaklega að ungu fólki í prófkjöri í Reykjavík, en ungt fólk þarf líka að eiga sína fulltrúa í borgarstjórn. Sveitarstjórnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins eins vel og kostur er. Ólík reynsla og bakgrunnur er nauðsynlegur inn í ákvarðanatöku sveitarfélaga sem þarf að setja hagsmuni allra íbúa í fyrsta sæti. Báðar þekkjum við það að starfa í sveitarstjórnum á sama tíma og við tilheyrum ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar. Við þekkjum því vel hversu miklu máli það skiptir að hafa fjölbreyttar raddir í bæjarstjórn sem geta skilið hvaða þjónustu sveitarfélaga þarf að bæta. Ungt fólk er oft að takast á við aðrar áskoranir en þau okkar sem eldri eru. Ungt fólk er oft að sinna námi, feta sín fyrstu skref í atvinnulífinu, gera heiðarlega tilraun til að komast inn á húsnæðismarkað og/eða er að eignast börn. Mörg okkar gera þetta allt á sama tíma. Því eru áskoranirnar sem tengjast daglegu lífi oft aðrar en hjá öðrum aldurshópum. Það er nauðsynlegt að ákvarðanirnar séu teknar af fólki sem þekkir þessar áskoranir og við vitum að það gera bæði Bjarnveig Birta og Stein. Bjarnveig Birta er þriggja barna móðir og rekstrarstjóri búsett í Grafarvogi og Stein er kennari í Hagaskóla í Vesturbænum með konu og ungt barn sem bíður eftir að komast inn á leikskóla. Að því sögðu þá er þetta jafnframt áskorun til allra flokksfélaga Samfylkingarinnar til þess að velja sér ungt fólk til athafna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 16. maí næstkomandi. Höfundar eru Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Eyrún Fríða Árnadóttir, bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 24. janúar næstkomandi fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga þann 16. maí 2026. Alls bjóða 16 einstaklingar sig fram í efstu 6 sæti listans og því ærin ástæða til þess að kynna sér frambjóðendur, kjósa og hafa þannig áhrif á lista Samfylkingarinnar í borginni til næstu fjögurra ára. Að þessu tilefni viljum við draga athyglina sérstaklega að ungum frambjóðendum sem stíga sitt fyrsta skref í pólitík því iðulega er athyglinni beint að oddvita sætum. 564 manns kusu í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík og það er því ljóst á áhugi ungliða á borgarmálum er mikill. En markmið ungliðaprófkjörsins var að vekja aukna athygli á ungum frambjóðendum og fylkja ungu fólki saman til að styðja við sína frambjóðendur. Sigurvegarar prófkjörsins voru þau Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav Romslo. Þau hafa því skýrt umboð frá ungliðum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Eflaust þykir mörgum undarlegt að draga þurfi athygli sérstaklega að ungu fólki í prófkjöri í Reykjavík, en ungt fólk þarf líka að eiga sína fulltrúa í borgarstjórn. Sveitarstjórnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins eins vel og kostur er. Ólík reynsla og bakgrunnur er nauðsynlegur inn í ákvarðanatöku sveitarfélaga sem þarf að setja hagsmuni allra íbúa í fyrsta sæti. Báðar þekkjum við það að starfa í sveitarstjórnum á sama tíma og við tilheyrum ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar. Við þekkjum því vel hversu miklu máli það skiptir að hafa fjölbreyttar raddir í bæjarstjórn sem geta skilið hvaða þjónustu sveitarfélaga þarf að bæta. Ungt fólk er oft að takast á við aðrar áskoranir en þau okkar sem eldri eru. Ungt fólk er oft að sinna námi, feta sín fyrstu skref í atvinnulífinu, gera heiðarlega tilraun til að komast inn á húsnæðismarkað og/eða er að eignast börn. Mörg okkar gera þetta allt á sama tíma. Því eru áskoranirnar sem tengjast daglegu lífi oft aðrar en hjá öðrum aldurshópum. Það er nauðsynlegt að ákvarðanirnar séu teknar af fólki sem þekkir þessar áskoranir og við vitum að það gera bæði Bjarnveig Birta og Stein. Bjarnveig Birta er þriggja barna móðir og rekstrarstjóri búsett í Grafarvogi og Stein er kennari í Hagaskóla í Vesturbænum með konu og ungt barn sem bíður eftir að komast inn á leikskóla. Að því sögðu þá er þetta jafnframt áskorun til allra flokksfélaga Samfylkingarinnar til þess að velja sér ungt fólk til athafna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 16. maí næstkomandi. Höfundar eru Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Eyrún Fríða Árnadóttir, bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun